Búfræðingurinn - 01.01.1939, Side 96
92
BUFRÆÐINGURINN
mjög háir, sá hæsti 24 m, og höfðu vaxið úti á Jótlandsheið-
um. Trjábolir þessir áttu að sýna árangurinn af trjáræktinni
þar.
Heiðafélagið hefir unnið stórvirki í Danmörku — gersam-
lega umbreytt hinni ófrjóu józku heiði í skóga, akra og
beitilönd.
Húsmannabýli hafði verið byggt á Bellahöj. Það var til
sýnis með allri áhöfn. Byggingarnar höfðu stærð til þess að
býlið gæti nytjað 30 dagsláttur af landi. íbúðarhúsið var
lítið, ein hæð með lofti. Það var byggt úr járnbentri stein-
steypu og mjög snoturt, bæði úti og inni.
Býlinu tilheyrði fjós fyrir nokkrar kýr, svinahús, hesthús
og hlaða. Byggingar þessar voru allar byggðar saman og stóðu
rétt hjá íbúðarhúsinu, eins og venja er til í Danmörku. Allar
byggingar á býlinu voru taldar kosta 16—17 þúsundir króna.
Þetta býli var eftirlíking af ríkisnýbýlunum dönsku, sem
hafa verið byggð í þúsundatali síðustu áratugina. Talið er,
að frá 1919 hafi verið byggð 5555 húsmannabýli og nokkrar
garðyrkjustöðvar á landi ríkisins. Nýbýlatakendurnir hafa
venjulega ekki keypt landið, heldur borga eftir það jarð-
rentu, 4V2% af virðingarverði landsins.
Það er leitazt við að láta hvert býli hafa nægilegt land til
þess að ein f jölskylda geti haft þar sæmileg afkomuskilyrði, án
þess að vinna fyrir aðra.
Danska ríkið styður að býlafjölgun í landinu og ver til
þess miklu fé árlega. Efnilegir, fátækir sveitamenn, sem
vilja reisa nýbýli, geta fengið lán hjá ríkinu með góðum
skilmálum. Hver einstaklingur getur fengið 8500,00 kr. lán
til landkaupa og 12000,00 kr. byggingarlán.
í stóru og litlu Villimýrinni í Norður-Jótlandi, sem óðum
er verið að þurrka upp og breyta í ræktað land, á í náinni
framtíð að reisa fleiri hundruð nýbýli.
í Danmörku er félag, sem hefir það hlutverk að vekja og
efla áhuga æskunnar fyrir sveitalífinu og landbúnaðarstörf-
um. Þessi starfsemi er kölluð „Det landökonomiske Ungdoms-
arbejde". Það hafði eina sýningardeild. Þar voru starfsað-
ferðir þess sýndar. Að sumrinu efndi það til samkeppni meðal