Búfræðingurinn - 01.01.1939, Page 98
Tamning* dráttarhesta.
Frá elzta degi íslandsbyggðar hefir hesturinn verið talinn
þarfasti þjónninn á búi bóndans. En svo kom bílaöldin og þá
var eins og glansinn félli um stund af þessu hugþekka heiti.
— Þá var viðkvæðið: hesturinn er allt of seinn og liðléttur í
nútímans mikla hraða.
En fyrir viðburðanna rás, og ég vil vona fyrir manngreind,
er þetta aftur að breytast o-g hesturinn aftur að öðlast sinn
forna sess, sem þarfasti þjónninn.
Eins og kunnugt er hefir nú um tíma mjög fjölgað allskon-
ar vélum og tækjum, sem lúta að landbúnaði, bæði til jarð-
vinnslu og heyskapar. Hefir þetta, samhliða aukinni ræktun,
mjög aukið þörfina fyrir góða og vel tamda dráttarhesta.
Af því ég hefi orðið allvíða var við, að ljóður nokkur er á
um tamningu þessara þörfu dýra, vil ég fara nokkrum orð-
um um grundvallaratriði í tamningu dráttarhesta, — án
þess að ég hafi nokkra sérþekkingu á þessum hlutum, heldur
einungis eigin eftirtekt og viðtal við athugula bændur og góða
og gamla tamningamenn.
Það fyrsta, sem hér kemur til greina, er að hesturinn sé vel
og rétt „teymdur", hafi í upphafi verið vaninn á „að ganga
fram með“, hvort heldur sem hann var teymdur af gangandi
manni eða á hestbaki. — Hafi aldrei verið togaður á eftir sér,
sem því miður er allt of algengt.
Næsta stigið er að leggja aktýgi á hestinn og „keyra“ hann
lausan á undan sér. Þetta þarf að endurtaka oft, þar til hest-
urinn gengur hiklaust, hægt eða hratt eftir vild mannsins og
til hvorrar handar sem er, mjög liðlega. Þá þarf að venja
hestinn á að ganga aftur á bak, en fara verður hægt að því
og með lipurð og þolinmæði. Sjálfsagt er að kenna hestinum