Búfræðingurinn - 01.01.1939, Blaðsíða 104
100
BÚFRÆÐINGURINN
hægt annað en misfellur komi fram í jarðræktinni sem
öðru.
Allir munu sammála um það, að góð ræktun landsins sé
öruggasta undirstaða þess að sveitirnar byggist, og fólkinu
í þeim geti iiðið vel. Frá þeirri sjónarhæð er því sjálfsagt
rangt að amast við jarðvinnsluvélum, en ég álit að bændur
og búalið þurfi umfram allt að nota hestana til vinnslunnar
meira en verið hefir, og kemur þá fyrst til greina plæging-
in; hún þarf að verða algeng vinna hjá hverjum bónda á
hverju býli í þessu landi þar, sem hægt er að plægja. Hver
bóndi þarf að plægja, herfa og sá á vissum tímum, þeim
timum, sem hentugastir eru til vinnunnar. Jarðvinnsla með
hestum þarf að verða að sjálfsögðu starfi í sveitum íslands,
álika eins og heyskaparvinnan hefir verið og er mesta bjarg-
ræðisstarf sveitabúskaparins.
Plœging. Oft hefir verið ritað og rætt um plægingar, svo
vel getur verið, að það sé að bera í bakkafullan lækinn að
bæta nokkrum orðum við það, sem komið er, en samt langar
mig til að segja nokkur orð við ykkur um það efni.
Áður en byrjað er að plægja, þarf fyrst af öllu að athuga
plóginn, að hann sé í góðu lagi til vinnunnar. Hnífar og
skeri þurfa að bíta vel, ef graslendi (gróin jörð) er plægð.
Venjulega þarf að dengja þá (hnífinn og skerann) í smiðju,
og hafa svo með sér þjöl til vinnunnar, og brýna eggina
nógu oft svo að vel bíti. (Þekking mín á plægingum er sú,
að mesti gallinn á því verki er sá, að plógarnir eru ekki bit-
góðir, sem plægt er með). Öll eggjárn þurfa að bíta, sem
unnið er með og plógarnir eru þar engin undantekning;
jafnvel þó grýtt land sé plægt, verður að hafa egg í hníf
og skera, þó að meiri tími gangi þá til þess að halda egg-
inni við.
Allir, sem vinna með hestum, þurfa að gæta þess, að beizli
og aktýgi fari vel á hestunum, svo að þeir sárni ekki á bóg-
um eða munni. Aktýgin eru hæfilega fast spennt á dráttar-
hestum, ef hægt er að þrengja flatri hendi á milli aktýgja-
klafans öðrumegin og bóga hestsins.
Ef plógur og allur dráttarútbúnaðar er í góðu lagi, og