Búfræðingurinn - 01.01.1939, Side 106
102
BÚFRÆÐINGURINN
í plógsporinu, þegar umferð er lokið. Ef það kemur fyrir
verður að hreinsa strenginn úr sporinu með skóflu eða gaffli,
áður en nœsta umferð er farin.
Ef mjög stórt land á að plægja, getur ef til vill verið
verkdrýgra að plægja hringinn í kringum blettinn, eða á
fjóra vegu, en oft mun það þó orka tvímælis, vegna þess
að vont er að snúa hestum og plógi við á nýplægðum strengj-
um, nema um slétt land sé að ræða. Mér hefir reynzt verk-
drýgst að plægja landið í spildum á tvo vegu, og hafa spild-
urnar ekki mjög breiðar, sem teknar eru fyrir í einu.
4. Hestarnir. Aðalvandinn við plægingar er, að sá, sem
plægir, sé vaxinn því að fara rétt og vel með hestana. Þeim
má ekki misbjóða á neinn hátt. Varast verður að berja þá
og það er hreinasta undantekning, ef gagn er að því að slá
í plóghesta. Höggið rænir þrótti frá hestinum og kemur hon-
um oftast í illt skap, en mikið veltur á því, að hestarnir vinni
ljúft og séu ánægðir. Þess vegna verður plógmaðurinn að
vera sjálfur glaður og í góðu skapi, og breyta þannig við
hestana að vinátta skapist milli hans og þeirra. Það er
sterkari leyniþráður milli hests og manns, sem saman starfa,
en menn almennt gera sér grein fyrir.
Meðferð vinnuhesta er margþætt og ekki tækifæri hér til
að tæma það efni, en eitt af mörgu, sem tilheyrir meðferð-
inni, er, að hesturinn hafi gott fóður, svo að hann sé í fullu
fjöri, eins og sagt er. Og þið plægingamenn! Gefið hestun-
um ykkar kraftfóður, ef þið vinnið með þeim dag eftir dag
og viku eftir viku á vorin og haustin, þegar græna grasið
vantar á jöröina, eða er svo lítiö að það nægir ekki hest-
unum til viðhalds.
5. Ryðlaus plógur. Látið plóginn ykkar ekki ryðga, hafið
hann fægðan og gljáandi. Málið hann á haustin eða bei'ið á
hann feiti, svo að hann ryðgi ekki yfir veturinn, og geymið
hann í húsi rakalausu. Ryðgaður plógur er þungur 1 drætti
og vinnur slæmt verk.
Heimavinna. Bændur og búalið! Þið eigið flestir dráttar-
hesta. Notið þá til plæginga, og plægið og herfið svolítinn
blett á ári hverju hjá ykkur. Þá smá vex ræktaða landið og