Búfræðingurinn - 01.01.1939, Blaðsíða 108
Að plægja áburðinn niðnr í túnin.
Síðastliðið vor var kúamykja plægð niður í tvo ha á
túninu á Hólum. Hún var borin ofan á plógstrengina, 80 til
100 hlöss á dagsláttu, strengirnir síðan plægðir við aftur og
valtaðir.
Tún það, sem fékk þessa meðferð, spratt sérstaklega vel
síðastliðið sumar, mátti heita að af því fengist tvöföld sí-
breiða. Þó var ekki lokið við að leggja niður plógstrengina
og valta þá fyrr en í júnímánuði.
Taðan af þessum plægðu stykkjum virtist vera mun kjarn-
meiri og þurfa meiri þurrk heldur en taða af óhreyfðu túni.
Það lítur því út fyrir, að hún hafi meira fóðurgildi.
Ræktunarfélag Norðurlands hefir gert tilraunir með að
bera búfjáráburð undir grasrótina í samanburði við að bera
hann ofan á jarðveginn eins og venja er til. Það hefir kom-
izt að þeirri niðurstöðu, að áburðurinn hafi allt að því þre-
faldar verkanir, þegar hann er borinn undir grasrótina á
móts við þær verkanir, sem hann hefir, þegar hann er látinn
liggja ofan á túnunum eins og venja er til. Niðurstaða þess-
arar tilraunar er í samræmi við reynslu þeirra manna, sem
gert hafa þaksléttur og borið vel af búfjáráburði undir
þökurnar.
Það er ekkert smáræði, sem tapast af verðmæti úr áburð-
inum, þegar hann er notaður ofan á jarðveginn.
Á öllu landinu er það stórfé, sem fer þannig forgörðum
árlega. Það væri því mjög þýðingarmikið fjárhagsatriði, ef
mögulegt væri að breyta þannig til með áburðarnotkunina,
að betri nýting fengist af áburðinum.
Mín reynsla er sú, að á vel sléttu túni sé gerlegt að plægja