Búfræðingurinn - 01.01.1939, Qupperneq 110
Um einangrun útveggja íbúðarhúsa.
Ef spurt væri um, hverju væri mest ábótavant viS húsagerð
síðustu ára, þá mundi svarið verða þetta almennast: Húsin
eru of köld og kostnaður því of mikill við að hita þau upp,
svo vel sé. Það er nauðsynlegt, að þeir, sem húsin byggja,
geri sér vel ljóst, að fyrsta krafan til íbúðarhúsa verður
alltaf að vera: Hlý og rakalaus hús, með vel viðráðanlegri
upphitun. Til þess að húsin verði góð sem íbúðarhús, þarf
að vera auðvelt að halda þeim jafnheitum, meðalhiti minnst
20 gráður. Til þess að þetta megi verða, verður að vanda vel
einangrun allra útveggja, sökum þess að á því einu getur alveg
oltið, hvort húsið verði gott eða miður gott til íbúðar. Gott
eldsneyti er mjög dýrt og einnig mjög takmarkað. Endirinn
verður oftast sá, að fólkið býr í húsunum meira og minna
köldum og rökum. Reynslan hefir kennt, að þannig er það
að minnsta kosti í kaldari vetrum. Til einangrunar á út-
veggi húsa hefir verið notað: Exbanderað kork, Hesaklið,
hálf hart Masonitt, Trétekks, Halmitt og fleiri slíkar plötu-
tegundir, svipaðar að gæðum. Allt er þetta dýrt og verst er,
að efni þessi hafa ekki reynzt nægileg til einangrunar í einni
þykkt. Með fleiri þykktum verður kostnaðurinn allt of mikill,
og þar ofan á er efni þetta allt aðkeypt og kostar því út-
lendan gjaldeyri.
Svipað þessu er með pappa á legtum undir múrhúðun,
eða þiljum. Það er ekki nægileg einangrun. Þá kemur vik-
urinn. Hann hefir nokkuð verið notaður í 7 cm þykkar
plötur. Hann hefir þann kost, að það er svo að segja inn-
lend framleiðsla, aðeins lítið eitt af steinlími blandað saman
við. Vikurplötur þessar munu endast vel. Efni þetta hefi ég
notað lítilsháttar til einangrunar íbúðarhúsa hér norðan
lands, en er ekki ánægður með það einfalt í þessari þykkt.
Þó að eldsneyti sé bæði dýrt og takmarkað hér á okkar