Búfræðingurinn - 01.01.1939, Síða 111
BÚFRÆÐINGURINN
107
blessaða íslandi, þá er til alveg ótakmarkað það bezta efni,
sem fáanlegt er til einangrunar í húsveggi. Það er reiðings-
veltutorfið, vel þurrkað.
Steinsteypan er rétta efnið, til að gera húsin sterk, reisu-
leg og smekkleg innst sem yzt,en reiðingsveltutorfið vel þurrk-
að gefur skjólið. Það hefir verið nokkuð ráðandi nú síðustu
árin að steypa veggina tvöfalda með 14—20 cm. þykku torf-
lagi í miðjum vegg. Þessi veggjagerð er eitthvað hlýrri en
það, sem áður var. Samt er hún ekki nægilega hlý, og ýmis-
legt fleira við hana að athuga. Bezt er að steypa einfalda
útveggi t. d. 22 cm þykka, láta þar innan á 16 cm þykkt
veltugott torf, vel þurrt, því næst 1 y2—4 cm þykka múrhúðun
á vírnet. Vil ég nú leitast við að skýra, hvernig ég tel bezt
að vinna þetta.
Þess skal gætt um leið og útveggur er steyptui að láta
standa innúr veggnum ca. 22 cm langt, 18 mm járn, ca. 85
cm frá gólfi og lofti, sem næst lóðréttri línu. Á milli þess-
ara járna er hæfilegt að sé um 85 cm í láréttri línu. Gæta
skal þess, að aukajárn þarf undir glugga skammt frá gólfi.
Járn í efri línu færist um glugga og kemur mitt á milli lofts
og glugga. Gera skal 4—5 cm vinkilbeygju á annan endann
á járnum þessum, og láta það ganga 5—6 cm inn í steypuna.
Gæta skal þess, að steypan falli vel að járnunum, svo þau
verði vel föst þegar veggurinn harðnar. Járn þessi verða um
90 á hæðina í húsi, sem er 8X8 m, með venjulegri lofthæð
og kosta um 4 kr. Þetta er ekkert kostnaðaratriði. Járn þessi
eru nauðsynleg til að halda því föstu, sem innan á vegginn
kemur. Þegar veggurinn er þurr, er gott að bika járn þessi vel,
til að verja þau ryði.
Þegar torfið er látið innan á veggina, sem bezt er að rist
hafi verið sem heytorf, eru fyrstu torfurnar látnar koma á
járnin, þannig að torfan nær frá gólfi upp á milli bita, þegar
timburloft eru í húsunum, annars fast að steinlofti. Standa
nú járnin gegn um torfuna. Þá kemur borð 1X4 á röð frá
gólfi til lofts yfir torfuna, og beygjast þá járnin vel yfir röð-
ina á borðinu, og er þá torfan og borðið vel fast. Því næst
eru negldir renningar, t. d. 1X3. á röðina á borðunum, sem