Búfræðingurinn - 01.01.1939, Síða 113
Um breytingar á jarðræktarlögunum.
Jaröræktarlögin, lög nr. 43, 20. júní 1923, hafa sem vonlegt
er tekið allmiklum breytingum við' síðari ára endurskoðun.
Mun ég ekki rekja þær breytingar neitt ýtarlega, enda al-
menningi kunnar, bæði vegna framkvæmdar laganna, og
eins af almennum umræðum um lögin og blaðagreinum,
auk þess sem lögin hafa verið gefin út í sérprentun með
áorðnum breytingum og útbýtt meðal bænda. Öllum virðist
vera ljós nauðsyn þessara laga, svo að um það er óþarft að
rökræða. Hinsvegar vildi ég leitast við að skýra í hvaða
meginstefnu lögin, með áorðnum breytingum, beina fram-
kvæmdum landbúnaðarins, og hvort þeirri meginstefnu sé
náð, og loks hvernig breyta beri lögunum, svo að framþró-
unin megi haldast.
Meginstefnan virðist vera sú, að sem flestir verði að-
njótandi ræktunarstyrks til túnræktar og þátttakan verði
sem almennust. Að hinu sama stuðlar styrkur til áburðar-
geymslu og hlöðubygginga. Túnræktin er aðalatriðið. Að
þessu miða breytingar á lögunum: Afnám skyldudagsverka
(1928) og aukinn styrkur til þeirra, sem eru að byrja fram-
kvæmdir, um 20% á fyrsta þúsundið (1936). En svo er aftur
dregið úr styrk, þegar styrkupphæðin hækkar, frá 4 til 5
þúsund krónum lækkar styrkur aftur um 20%, og er 5 þúsund
hámarksstyrkur.
Sé nú gerð áætlun um það, hvað beri að vera búið að fram-
kvæma á jörðinni, þegar allur sá styrkur, sem hún getur
orðið aðnjótandi, er fullnotaður, gæti áætlunin litið þann-
ig út: