Búfræðingurinn - 01.01.1939, Page 115
BÚFRÆÐINGURINN
111
leiðslu, hjá hverjum einstökum, fram yfir það, sem hann
hafði ræktað árið áður. Styrkurim^, fór því stiglækkandi,
þar til hann vitanlega hvarf, ef engin aukning vai-ð. Slíkar
styrkveitingar eru byggðar á alveg röngum forsendum.
Kartöfluræktun, ásamt allri garðrækt, á að vera sem liður
í okkar heildarræktun. Þegar við ræktum tún, eigum við að
nota landið áður til annarra nota, t. d. fóðurrófnaræktunar,
matarrófnaræktunar, kartöfluræktunar, grænfóðurræktunar
og sumstaðar kornræktunar o. fl. Við eigum að leitast við
að undirbúa landið vel áður en við endanlega breytum því
í tún. Þetta mætti kalla sáðskiptiræktun eða víxlrœktun
(á Norðurlandamálum Vekselbruk). Ekki er þar með sagt,
að allt skuli þannig ræktað, það mun ofvaxið í byrjun.
Ef nú framkvæmd jarðræktarlaganna er athuguð með
hliðsjón af því, sem nú er sagt, þá stuðla þau ekki að slíkri
ræktunaraðferð, heldur örva þau menn til skjótra átaka
og skyndiræktunar. Þarf í því efni ekki annað en benda á,
að styrkur á hverja 100 m- af matjurtagörðum og sáðreitum,
eru kr. 1.80, en á sáðsléttur kr. 2.50, er þó ólíku saman að
jafna um kostnað við ræktun, bæði hvað jarðvinnslu áhrærir
svo og áburð og ýmis aukaverkfæri, sem garðyrkjan krefst
fram yfir túnræktina. Ef garðyrkjan á að vera vel rekin, þarf
ræktun öll að vera í bezta lagi og áburður nægur. En það er
hægt að búa til sáðsléttu, allsæmilega útiítandi, þótt hún
í engu jafnist á við vel unninn matjurtagarð eða kornakur.
Verður henni ekki vísað frá af þeim sökum sem óstyrkhæfri.
Og sé jarðvegur í eðli sínu frjór, hefir þó bóndinn alltaf fengið
þarna véltækt land, enda þótt á vanti, að sáðsléttan sé í
fullri rækt, einkum vegna áburðarskorts. — Afraksturinn
verður alltaf nokkur, nema landið sé því ófrjórra. — Þaö,
sem áunnizt hefir, er fljóttekinn heyskapur — séu heyvinnu-
vélar notaðar — með tiltölulega litlum vinnukrafti. Afrakst-
urinn er lítill, miðað við flatarmál, en heildarheyskapur getur
orðið sæmilegur að vöxtum, en minni að gæðum, og er þá
átt við eðlisgæði grassins, en ekki misjöfn heyverkun. Þetta
er það, sem getur réttlætt skyndiræktun í bili, eins og nú
horfir við í sveitunum.