Búfræðingurinn - 01.01.1939, Side 117
Þættir frá Hólum.
Úr ýmsum áttum.
Starfshættir skólans hafa verið mjög með líkum hætti og
að undanförnu, nú í vetur. Nemendur þeir, er voru í yngri
deild í fyrra, komu aftur, nema þeir Guðmundur Skúlason
og Sigtryggur Pálsson. Margt af starfsfólki búsins og skól-
ans er það sama og i fyrra, og engar breytingar hafa orðið
á kennaraliði frá því er var síðastliðiö ár.
Ólafur Guðmundsson frá Litlu-Hlíð stýrir matarfélagi nem-
enda, en Sigrún Júlíusdóttir er ráðskona þeirra eins og áður.
Skemmtanalíf skólans er að mörgu leyti líkt því, er verið
hefir. Knattspyrna er iðkuð mikið þegar unnt er vegna
veðurs og snjóa. En fannalög hafa verið mikil nú um skeið
og því minna um knattleiki en oft áður. Af sömu ástæðum
eru skautaferðir sjaldgæfar, en skíðaferðir með mesta móti.
Sá þykir nú frægastur hér á Hólastað, er hæst klífur Byrðuna
og bezt fer á skíöum heimleiðis.
Fundarhöld málfundafélagsins Kvöldvakan og útgáfa
„Skólapiltsins" hefir verið rækt með bezta móti, enda er nú
mannval gott í skólanum og fjölmenni meira en oft áður.
Er það og ærið nauösynlegt, að skemmtanalíf í skólum sé
fjölbreytt og menntandi. Slíkt hefir meira gildi en unnt er
að meta til hlítar.
Almennar skemmtanir er skólinn vanur að halda tvisvar
á vetri, og svo mun enn verða. Fyrri skemmtunin er haldin
1. desember og þá að sjálfsögðu í tilefni af sjálfstæði þjóð-
arinnar, en sú síðari er oftast haldin á þorraþræl, enda nefn-
ist hún þorrablót. Hólamönnum hefir lengi verið það metn-
aðarmál að vanda sem bezt til þorrablótsins og munu þeir
gera það í vetur ekki síður en áður. Þorrablótið er venjulega
fjölmennt og sótt víða að, ef ekki hamla ófærðir.
8