Búfræðingurinn - 01.01.1939, Page 121
BÚFRÆÐINGURINN
117
Gjöí til skólans.
í sumar barst Bændaskólanum á Hólum gjöf frá Mennta-
málaráði íslands. Gjöf þessi var málverk af Sigurði Sigurðs-
syni, er var skólastjóri á Hólum frá 1902—1920. Myndina
hefir Freymóður Jóhannsson málað. Hún er stór, í líkams-
stærð og í alla staði hin vandaðasta. Henni hefir verið komið
fyrir í ytri kennslustofu, en þar var áður komin brjóstmynd
af Jósep Björnssyni kennara.
Þá hefir Menntamálaráð lánað skólanum tvö málverk,
Ásbyrgi, eftir Svein Þórarinsson, og Skjaldbreið eftir Eggert
Laxdal. Þessi málverk hafa verið sett í syðri kennslustofuna.
Flyt ég hér með Menntamálaráði íslands beztu þakkir fyrir
gjöfina og auðsýndan velvilja við skólann.
K. K.
Hóladómkirkj a.
y Á fyrstu árum líðandi áratugs var hafizt handa með að
breyta kirkjunni að innan í það horf, sem hún var í áður
fyrr.
Árið 1934 er lokið við að setja tréverk í framkirkjuna, bekki
og milligerðir. Haustið 1937 voru settir bekkir í kór kirkjunnar
og tveir skriftastólar, er standa sinn við hvora hlið altaris.
í fyrra sumar, sumarið 1938, voru gömlu gráturnar teknar
burtu, sem höfðu verið í kirkjunni frá 1885, og aðrar nýjar
settar í staðinn. Þessar nýju grátur eru í stíl við milligerðir
kirkjunnar og eftirlíking eftir þeim grátum, er teknar voru
burtu þegar kirkjunni var breytt áður.
Þá hefir verið lokið við að færa kirkjuna í sinn forna bún-
ing. Matthías Þórðarson þjóðminjavörður hefir staðið fyrir
þessu verki og er það í alla staði vandað og frágangur á
því hinn prýðilegasti.
Allir, sem heimsækja Hóla, koma í Hóladómkirkju. Hún
er, síðan henni var breytt, mesta prýði staðarins, og mun
ekki ofmælt, að fallegra guðshús finnist ekki hér á landi.
Á þessa leið hafa margir látið orð falla, þá er þeir hafa skoðað
kirkjuna. Hurðir hennar eru ekki eins góðar og æskilegt