Búfræðingurinn - 01.01.1939, Side 124
120
BÚFRÆÐINGURINN
Gamli bærinn.
Á Hólum er gamall bær, sem Benedikt Vigfússon prófastur
lét byggja yfir Jón son sinn, er seinna var nefndur Hóla-Jón.
Talið er að bær þessi hafi verið byggður 1854, og víst er að
honum hefir mjög lítið verið breytt síðan.
Hann er byggður í sama stíl og flestir sveitabæir hér á
landi á umliðnum öldum. Þessum gömlu bæjum hefir fækkað
mikið á undanförnum árum og fækkar stöðugt með hverju
árinu, sem líður. Allt bendir til, að eftir nokkur ár verði ekk-
ert eftir af þeim nema rústir einar. Af þeim ástæðum þarf
nú þegar að gera ráðstafanir til þess að nókkrum bæjum,
sem byggðir eru í gamla stílnum, verði haldið viö.
Hér á Hólum er lítið um gamlar byggingar, fátt, sem varpar
ljósi yfir sögu staðarins fyrr á öldum, og því ekki nema sjálf-
sagt að halda við því litla, sem til er frá þeim tímum og
minnir að einhverju leyti á þá.
Þessi gamli bær er að vísu örlítið brot og mjög smækkuð
mynd af þeim byggingum, sem hafa verið á Hólum á biskupa-
tímanum, en þrátt fyrir það gefur hann nokkra hugmynd
um þessar byggingar og verður á þann hátt tákn gamla tím-
ans og bindur fortíð við nútíð.
Það þarf að gera við þessi bæjarhús, hlaða upp þá veggi,
sem farnir eru að skekkjast, endurnýja það timbur, sem
orðið er fúið og setja járn í þökin.
Ef þetta yrði gert væri komin aðstaða til að geyma í bæn-
um ýmsa gamla muni, búsáhöld, landbúnaðarverkfæri og
önnur áhöld, sem notuð hafa verið við búskap frá gamalli
tíð og allt fram á okkar daga.
Þarna væri því hægt að mynda dálítið landbúnaðarsafn,
án mikils tilkostnaðar.
Af gömlum munum er ennþá töluvert til í sveitum. Þeim
mætti safna án mikils kostnaðar. Slíkt safn sem þetta yrði
mjög gott að hafa við bændaskólann. Það myndi auka skiln-
ing nemendanna á þeirri þróun og þeim breytingum, sem
hafa orðið á búnaði landsmanna.
K. K.