Búfræðingurinn - 01.01.1939, Síða 127
BÚFRÆÐINGURINN
123
með síðari hluta vetrar. Þser tóku á móti okkur með allri
þeirri alúð og blíðu, sem kvenlegu eðli er lagið. Er svo eigi
það að orðlengja, aö við svifum í faðmi þeirra um gólfið
fram yfir miðnætti. Þá kom skólastjóri og bauð að halda
skyldi áfram heim. Ekki var við boði hans þverskallazt, en
víst er um það, að eigi var mönnum ljúft að skiljast svo
fljótt við hinn káta og fjöruga meyjaskara. Og ekki mun
langt hafa verið eftir leiðarinnar í Hóla, þá hugur manna
var enn kyrr innan veggja kvennaskólans.
Gekk svo allt að óskum, úr því sem komið var, það sem
eftir var ferðarinnar. Kann ég svo þessa sögu ekki lengri.
SlGURÐUR HARALDSSON.
Karakúlféð.
Af Karakúlfé þvi, sem flutt var til landsins sumarið 1933,
komu til Hóla 7 kindur, 2 hrútar og 5 ær. Allt hreinkynja
einstaklingar, svartir að lit.
Svo sem kunnugt er, var tilgangurinn með þessu sá, að
gera tilraun með blöndun á því og íslenzku fé, og fá þannig
skinn af kynblendingslömbum. í fyrsta ættlið eru skinnin
að vísu alltaf vafasamt verðmæti og svara sjaldnast þeim
kröfum, sem gerðar eru til vörunnar á heimsmarkaðinum,
nema hvað getur viljað til með eitt og eitt skinn af mörgum.
En með vaxandi blöndun og meira karakúl í skinnunum,
eykst verðgildi þeirra, ef rétt er að farið.
Tilraunin var hafin um veturinn með því, að nokkrum ís-
lenzkum ám, sem skólabúið átti, var haldið undir karakúl-
hrútana. Auk þess var komið með ær afbæja, jafnvel úr
öðrum sveitum. Vildu sem flestir, eins og eðlilegt er, öðlast
hlut í hinum væntanlega hagnaði, strax þegar á fyrsta ári.
Um vorið fæddust kynblendingslömbin með ýmsum litum,
flest voru þó svört, en nokkur mórauð og flekkótt. Einnig
voru sum gul eða hvít. En sköpulag lambanna tilheyrði að
öllu leyti hinum hreina karakúlstofni.
Mörgum lömbunum var fargað nýbornum, sérstaklega
hrútlömbunum, og slátrunaraðferð og verkun skinna hagað