Búfræðingurinn - 01.01.1939, Qupperneq 128
124
BÚFRÆÐINGUBINN
eftir reglum og fyrirmælum, sem út voru gefin og öllum
send, sem karakúlfé höfðu undir höndum. Skinnin voru síðan
send á markaðinn. Þar þvældust þau lengi, og seldust að
lokum fyrir lítið verð.
Menn munu hafa gert sér háar vonir með þessar erlendu
stórgróðaskepnur og talið víst, að fyrsta liös kynblending-
arnir myndu yfirleitt færa þeim verðmæt skinn. En þegar
sú von brást, virðist trúin hafa rýrnað á þessa framleiðslu-
nýung, og jafnvel orðið að engu. A. m. k. hættu bændur hér
í grennd algerlega við frekari tilraun með karakúlblöndun.
Hér á Hólum hefir tilrauninni verið haldið áfram, þótt í
smáum stíl sé. Nokkrar fyrsta ættliðs gimbrar, yz karakúl-
blóð og i/2 innlent, hafa verið aldar upp til framtímgunar með
hreinkynja karakúlhrútum. Gimbrar undan þeim — annar
ættliður — með % karakúlblóðs og % innlent, hafa og verið
látnar lifa, og þeim aftur haldið undir karakúlhrút. Fæðist
þá 3. ættliður með % karakúlblóðs og y6 innlent. Þannig
miðar blóðblönduninni áfram, sé karakúlhrúturinn hrein-
kynja, en lengra er hún ekki komin áleiðis hér.
Skinn (vorskinn) hafa stundum verið send héðan á mark-
aðinn. Hafa sum þeirra þótt allgóð, enda þótt að þau hafi
verið svo fá, að um þau hefir ekki verið að ræða sem mark-
aðsvöru. Til þess að skinn seljist, þurfa þau að vera dálítið
mörg og af sömu gerð. Eitt skinn, þó að það sé fyrsta flokks
að gæðum, er einskisvirði á heimsmarkaðinum.
Kynblendingsærnar hafa að öllu leyti setið við sama borð
og íslenzka féð, hvað fóðrun og meðferð snertir. Þær eru
duglegar að bjarga sér, bæði á beit og í húsi og yfirleitt léttar
á fóðri. Holdmiklar verða þær aldrei, jafnvel þó að þær séu
geldar. Lömbin eru stór þegar þau fæðast, og mjög bráð-
þroska, séu vaxtarskilyrði góð. Um miðsumar eru þau venju-
lega stór, í samanburði við íslenzku lömbin, en þá fer að
draga úr vexti þeirra, og oft eru þau léleg að haustinu, smá
og holdlítil, stundum jafnvel svo að þau eru ekki setjandi
á vetur. Stafar þetta vafalaust af því, að sumarbeitin er ekki
það örlát að næringarefnum, að hún nægi til þess að þyggja
upp líkama ungviðisins, þegar minnkar í móðurinni. Yfirleitt