Búfræðingurinn - 01.01.1939, Page 132
Frá bændaskólanum á Hvanneyri.
Hér verða sagöar nokkrar fréttir frá Hvanneyri á svip-
aðan hátt og gert hefir verið undanfarin ár í Búfræð-
ingnum.
Kennarar skólans.
Þeir eru hinir sömu og sl. vetur og vísast í því efni til
síðasta árgangs Búfræðingsins.
Bóklega kennslan.
Henni hefir verið hagað alveg eins og sl. vetur og vísast
í því efni til skólaskýrslunnar í síðasta árgangi Búfræðings-
ins.
Verklega námið.
Verknemar voru 28 og 25 hlutfallslega vorið og haustið
1938. Allir verknemarnir voru heima á Hvanneyri og sama
sem ekkert unnið að jarðabótum annars staðar.
Korni var sáð í ca 2 ha, byggi í 0,6 ha. Uppskeran varð
minni en við var búizt. Hafrarnir þroskuðust alls ekki og
voru allir slegnir til grænfóðurs, en af bygginu fengust 13
tunnur af sæmilegu korni, en 3—4 tunnur af úrgangskorni.
Svarar það til h. u. b. 11 tn af ha. Skólabúið keypti korn-
yrkjuverkfæri frá Reykholti, en kornyrkjubúið, sem þar
starfaði nokkur ár, var leyst upp 1937. Þau verkfæri, sem við
fengum, voru: Sáðvél, hringvaltari, áburðardreifari fyrir
tilbúinn áburð, kornskurðarvél og þreskivél.
Verknámsför var farin sl. vor, eins og venja er til, og
er henni lýst á öðrum stað hér í rlitinu.
Námskeið.
Búreikninganámskeiö var haldið sl. haust á sama hátt og