Búfræðingurinn - 01.01.1939, Side 133
BÚFRÆÖINGURINN
129
undanfarin ár. Þátttakendur voru alls 23, þar af 4 aðkom-
andi, en hitt nemendur úr eldri deild skólans. Er það nú
mjög að færast í vöxt hin síðari ár, að nemendur taki þátt
í námskeiðum þessum, og tel ég það stefnu i rétta átt.
Eftirlitsnámskeið er fyrirhugað að halda hér í marzmánuði
og mun Gunnar Árnason búfræðikandidat koma og hafa
þar kennslu á hendi, eins og undanfarin ár.
Nemendur.
í vetur hafa alls verið í skólanum 63 nemendur, 29 í eldri
deild og 34 í yngri deild. Af nemendum eldri deildar eru 6
nýsveinar, og taka þeir bóklega námið á einum vetri. Nem-
endurnir eru úr öllum sýslum landsins, nema úr Vestur-
ísafjarðarsýslu og Vestmannaeyjum, flestir úr Árnessýslu (7),
Gullbringu- og Kjósarsýslu og Norður-ísafjarðarsýslu (6) og
úr Borgarfjarðarsýslu og Suður-Múlasýslu (5). Úr hinum
sýslunum 1—4 úr hverri. Einn nemandi hvarf frá námi í
febrúarmánuði, vegna vanheilsu, þannig að nú eru nemendur
62 talsins.
Félagsskapur.
í málfundafélaginu „Fram“ hafa verið haldnir 11 fundir,
þegar þetta er ritað (24. febrúar 1939) og eftir þennan tíma
munu ekki verða haldnir meira en 2■—3 fundir. Á fundum
þessum hafa tekið til máls 13 nemendur úr eldri deild og 11
úr yngri deild, alls 24 (35 í fyrra). Auk þess tóku kennarar
skólans og aðrir heimamenn meiri og minni þátt í fundun-
um. Af þessum 24 nemendum tóku 10 til máls á 5 fundum
eða fleirum (13 í fyrra), þar af 6 úr eldri deild og 4 úr
yngri deild.
Tölur þessar bera með sér, að þátttaka í laugardagsfund-
unum hefir í vetur verið mun minni en í fyrra, einkum þegar
tekið er tillit til þess, að nemendur eru nú fleiri. Eftir nýár
i vetur var tekin upp sú nýbreytni að hafa fund aðeins annað
hvort laugardagskvöld í stað þess að undanfarna vetur hafa
fundir ávallt verið háðir á hverju laugardagskvöldi. Ekki
hefir þetta orðið til þess, að fundir yrðu betur sóttir eða
meira talað en áður. Tel ég þessa skipan afturför og að meiri
9