Búfræðingurinn - 01.01.1939, Síða 134
130
BÚFRÆÐINGURINN
ástæða væri til að reyna með einhverjum ráðum að auka og
bæta fundina en að fækka þeim.
Kvásir (handritað blað félagsins Fram) hefir komið út á
fundum. í því hafa birzt 33 greinar eftir 27 skólapilta og 5
greinar eftir kennara eða aðra heimamenn.
Málfundafélagið „Efling“ starfar meðal eldri-deildunga.
Hafa þeir fundi á sunnudögum (kl. 10—12). 7 fundir hafa
verið haldnir (líklega 3 eftir). 19 nemendur úr eldri deild
hafa tekið þátt í umræðum þar, en 10 nemendur aldrei. 9
nemendur hafa tekið þátt í umræðum á 5 fundum eða fleirum.
Á sunnudagsfundum yngri deildar, sem haldnir hafa verið
15 sinnum (líklega 5 eftir) hafa 32 tekið þátt í umræðum,
þar af 3 óreglulegir nemendur úr eldri deild, en 5 yngri-deild-
ungar hafa aldrei tekið tíl máls. 20 tóku til máls á 5 fundum
eða fleirum. Þátttakan því lík og í fyrra.
Af 63 nemendum skólans hafa þá 50 tekið þátt í umræðum
meira eða minna, en 13 ekki, þar af 8 úr eldri deild og 5 úr
yngri deild.
í vínbindindisfélaginu eru 57 nemendur, 4 kennarar og 4
utanskólamenn. 4 fulltrúar voru sendir á þing Sambands
bindindisfélaga í skólum, sem háð var í Reykjavík 29.—30.
nóvember. Á baráttudegi bindindismanna, 1. febúar, var gefið
frí í skólanum frá hádegi. Um kvöldið var vínbindindis minnzt
með ræðum (R. Sv. og G. J.) og skuggamyndum um áhrif
áfengis o. fl. (H. J. Hólmjárn). Ennfremur skýrði Gunnar
Guðbjartsson skólapiltur frá bindindisþinginu. Formaður fé-
lagsins er Snorri Guðmundsson.
í tóbaksbindindisfélaginu eru 43 nemendur, 3 kennarar og
2 utanskólamenn. Formaður er Jón Einarsson.
í taflfélaginu eru 27 félagsmenn. Kappskák nemenda hefir
ekki verið háð í vetur, en um 20 nemendur hafa teflt all-
mikið. Félagið á nú 11 töfl. Formaður þess er Guðmundur
Eyjólfsson.
Blaðafélagið starfar likt og að undanförnu. Formaður þess
er Haukur Jörundsson kennari.
Bókasafnið hefir í vetur verið mikið notað. Til 24. febrúar
hafa alls verið lánaðar út 675 bækur, þar af tímarit 35%,