Búfræðingurinn - 01.01.1939, Side 135
BÚFRÆÐINGURINN
131
skáldsögur 29%, kvæði og leikrit 7%, búfræði- og náttúru-
fræðibækur 8%, fornbókmenntir og saga 12%, þjóðfélagsfræði
o. fl. 9%.
Bókavörð'ur er Skarphéðinn Össurarson.
íþróttir og skemmtanir.
Knattspyrna hefir mikið verið iðkuð eins og að undan-
förnu. Sú nýbreytni var tekin upp, fyrir forgöngu Söfnunar-
sjóðs, að knattspyrnuþjálfari var fenginn til þess að kenna
nemendum. Var hann hér um mánaðartíma fyrir jól og fór
nemendum vel fram þann tíma. Þjálfari þessi heitir Sigur-
páll Jónsson, úr knattspyrnufélaginu Valur í Reykjavík. Vera
hans hér greiðist að hálfu úr Söfnunarsjóöi og að hálfu frá
skólanum. Ég tel mikla nauðsyn öllum þeim, er knattspyrnu
stunda, aö fá nokkra kennslu í henni, og vænti ég þess, að
hér við' skólann verði áframhald að því.
Glíma hefir fremur lítið verið stunduð, nema um 3 vikna
tíma, er við höfðum glímukennara, Kjartan Bergmann á Sig-
mundarstöðum í Hálsasveit.
Skíðafæri hefir aldrei komiö hér i vetur fram að þessu,
en skautafæri var ágætt nokkrar vikur. Skíðaferðir hafa því
verið litlar í vetur, en skautahlaup voru talsvert iðkuð um
tíma. Skíða- og skautafélagið á nú 20 „pör“ af skautum og
8 „pör“ af skiðum. Voru tvenn skíði með stöfum keypt á
árinu fyrir 90.80 kr. Skólinn og Söfnunarsjóð'ur leggja félag-
inu fé, 50 kr. frá hvoru. Magnús Kristjánsson hefir með'
höndum eftirlit með eignum félagsins og annast útlán.
Skemmtanir á sunnudagskvöldum hafa verið fáskrúðugri
í vetur en oft áður, en annars með liku snið'i. Frá nýári hefir
þó aðeins verið höfð' skemmtun annan hvorn sunnudag. Aðal-
skemmtun er fyrirhuguð 11. marz. 1. desember flutti Haukur
Jörundsson kennari ræðu, skólapiltar sungu og dans var
stiginn fram eftir nóttu.
Matarfélagið.
Það hefir starfað likt og áður. Matarstjórar í vetur eru
Jóhannes Guðmundsson og Stefán Guðmundsson, en ráðs-
kona Magnhildur Guðmundsdóttir. Þegar þessi vetur er
9*