Búfræðingurinn - 01.01.1939, Blaðsíða 136
132
BÚFRÆÐINGURINN
liðinn, getur hún litið yfir 25 ára starfsferil sinn hér á
Hvanneyri, sem ráðskona skólapilta. Ekki verður um það
deilt, að hún hefir rækt starf þetta með stakri skyldurækni
og alúð. Og enginn vafi er á því, að hún á sinn mikla þátt i
hinu ódýra fæði, sem um langt skeið hefir einkennt Hvann-
eyrarskólann.
Þess var getið í síðasta árg. Búfræðingsins, að efnið í fæðið
hefði veturinn 1936—1937 orðið 77 aurar á dag. Síðastliðinn
vetur (1937—38) varð fæðið allmikið dýrara, eða 96 aurar á
dag. En auk þess leggjast við báðar tölurnar matreiðslu- og
þjónustugjald, sem er 65 kr. yfir veturinn. í vetur er enn
búizt við hækkun á fæðiskostnað'inum. í fyrra varð fæðis-
kostnaður alls á dag 1,29 kr.
Heilsufar.
Allmargir piltar urðu fyrir meiðslum í vetur, einkum í
glímu og knattspyrnu. Að öðru leyti má heilsufar teljast
gott, og enginn hefir um lengri tíma tafizt frá námi vegna
veikinda, að því fráskildu, að einn nemandi hvarf þess vegna
frá námi, sem áður er getið.
Góðir gestir.
Ýmsir góðir gestir hafa heimsótt skólann í vetur eins og
áður. Þessir skulu nefndir:
Dr. Halldór Pálsson sauðfjárrœktarráðunautur flutti hér
erindi um sauðfjárrækt 27. nóv. sl.
Hákon Bjarnason skógrœktarstjóri flutti 4. nóv. sl. erindi
með skuggamyndum um skógrækt og annað um jarðveg.
Daníel Ágústínusson kennari kom hér á vegum Ungmenna-
sambands íslands og flutti erindi (4. jan.).
Pétur Sigurðsson regluboði kom hér 25. jan. og flutti tvö
erindi.
H. J. Hólmjárn loðdýrarœktarráðunautur dvaldi hér vikuna
27. jan.— 3 febr. og flutti nokkra fyrirlestra um loðdýrarækt.
Jónas Jónsson alþingismaður flutti hér stutt erindi um
stjórnmálaviðhorf 15. maí.
Kennarar og nemendur eru mönnum þessum þakklátir fyrir