Búfræðingurinn - 01.01.1939, Side 137
BÚPEÆÐINGTJRINN
133
komuna og þann fróðleik og skemmtun, sem þeir hafa veitt
okkur.
Ungmeyjar úr Borgarnesi. Tæplega er unnt að skilja svo
við kaflann um „góða gesti“, að ekki sé minnzt á „Borgar-
nesdömurnar", eins og þær eru oft kallaðar hér. Hvanneyr-
ingum hefir fjölgað nokkuð hin síöari ár, en þjónustumeyjum
þeirra ekki að sama skapi. Hefir því það ráð verið upp tekið
hjá Hvanneyringum, þegar þeir vilja gera sér dagamun (eða
nætur), að bjóða nokkrum yngismeyjum úr Borgarnesi. Hafa
slík boð verið höfð hér tvisvar í vetur, og hafa báðir aðilar
skemmt sér við það hið bezta.
50 ára afmæli skólans.
Eins og getið var um í síðasta árgangi Búfræðingsins, er
það fyrirhugað að halda upp á 50 ára afmæli skólans okkar
næsta vor. Ekki er enn fyllilega ákveðið, hvenær hátíð þessi
verður. Sennilega mun hún taka yfir tvo daga, laugardag og
sunnudag, og er þá varla nema um tvær helgar að ræða:
17. og 18. júní eða 24. og 25. júní. En þetta verður auglýst
með nægum fyrirvara í útvarpi og blöðum. Við vonumst eftir,
að Hvanneyringar fjölmenni á mót þetta, en vegna undir-
búnings við móttökurnar þurfa þeir að senda tilkynningu
um það sem allra fyrst. Það væri okkur og kærkomið að fá
frá eldri nemendum tillögur um tilhögun mótsins. Og ég
vil endurtaka ósk mína frá í fyrra um fagurt afmæliskvæði,
er gæti orðið skólasöngur Hvanneyringa. Á móti þessu mun
verða haldinn aðalfundur nemendasambandsins Hvanneyr-
ingur.
Framkvæmdir.
Kennarabústaðír. Á síðastliðnu sumri byggðum við Haukur
Jörundsson kennari sitt íbúðarhúsið hvor og fengum til þess
8000 kr. styrk úr ríkissjóði. Við þetta rýmkaðist í skólanum,
svo að hann tekur nú um 60 nemendur. Hús mitt stendur á
Svírahólnum. Það er einlyft með kjallara, 10.90 X 8,75 m
að stærð. Það er byggt með einföldum steinsteyptum veggj-
um, með vikureinangrun 10 cm þykkri. Sum skilrúmin eru
og hlaðin úr vikurplötum. Sumt af gólfunum er úr brenni-