Búfræðingurinn - 01.01.1939, Blaðsíða 139
BÚFRÆÐINGURINN
135
Á neðstu hæð var kennslustofa eldri deildar stækkuð með
því að tekin var burtu skilrúmsveggur milli hennar og „Horns-
ins“. Masonite var lagt á gólf í annari deildinni og í forsal.
í borðstofu var settur miðstöðvarofn og gólf hennar lagað.
Er skólinn nú vistlegri en áður var, enda kostaði þessi aðgerð
um 21500 kr.
Af öðrum framkvæmdum má nefna, að gerð var kartöflu-
geymsla úr gamalli votheysgryfju við reykhúsið og nokkru af
fjárhúsunum var breytt í fjós fyrir geldneyti.
Búið. Síðastliðið vor voru keyptar 16 kýr og 10 kvígur úr
Briemsfjósi í Reykjavík. Eru nú á Hvanneyri 80 mjólkandi
kýr og kelfdar kvígur og 20 vetrungar og kálfar. Ekki hefir
enn verið lokið við að gera upp skýrslu yfir afurðir kúnna,
en samkvæmt bráðabirgðaathugun telst mér svo til, að
meðalnyt af 47 kúm séu um 2350 kg, en hæst nyt er 4003 kg.
Sauðfé er ekkert til. Hross 50 talsins, þar af 23 notkunar-
hross. Svín eru 3 fullorðin, hænsni 25, gæsir engar.
Uppskera. Af töðu fengust 1200 hestburðir, útheyi 2800 hest-
burðir, kartöflum 50 tn, rófum 140 tn og korni ca 15 tn. Um
600 hestburðir af heyi voru settir I vothey.
Refabúið á Hvanneyri er, eins og skýrt var frá í fyrra, að
mestu eign bænda í Andakílshreppi. Nú eru í búinu 32 silfur-
refir og 18 blárefir, bæði íslenzkir og Alaskarefir. Refabú
þetta hefir ágæt dýr og gaf góðan arð á sl. ári. Á refasýn-
ingum sl. haust voru alls sýnd frá búinu 25 dýr. Þar af fengu
21 fyrstu verðlaun, en 4 önnur verðlaun, 11 fengu heiðurs-
verðlaun.
Ýmislegt.
Margir nemendur fóru á hrútasýningu, er haldin var að
Hesti 26. okt. og á refasýningu, er haldin var í Borgarnesi
2. nóv. 2. des. var og farið í Borgarnes (eldri deildin) og
skoðað mjólkurbú Borgfirðinga þar og frystihús, er þar var
reist af kaupfélaginu á sl. sumri.
Guðm. Jónsson.