Búfræðingurinn - 01.01.1939, Síða 154
150
BUFRÆÐINGURINN
þessum ritum: Um sáðsléttur, eftir Ólaf Jónsson; Bjarkir og
Hvannir, eftir Einar Helgason og auk þess ýmsa bæklinga um
áburð, verkfæri o. fl. Fyrirlestrar voru fluttir af kennara um verk-
færi og vinnuvélar. Nokkir tímastílar gerðir.
Búfjárfrœöi.
E. d. Fóðurfræði eftir Halldór Vilhjálmsson. Nemendur skrifuðu sköpu-
lagsfræði búfjár, um helztu sauðfjár- og nautgripakyn, eftir hand-
riti kennara.
Arfgengisfrœdi.
E. d. Lesið fjölritað handrit og nemendur skrifuðu eftir handriti kenn-
arans.
Mjólkurfrœöi.
E. d. Lesið handrit kennarans. Nemendum kennt að gera fiturann-
sóknir á mjólk.
Teikning.
E. d. Kennt að gera uppdrátt af landi og draga á það hæðalínur. Einnig
að gera þverskurðarmyndir af landi.
Y. d. Kennt að nota teikniáhöld og teikna ýmiskonar flatar- og rúm-
* myndir.
Smíöar.
Kennt að smíða skeifur, aktýgi, amboð og margt fleira, sem nauðsynlegt
er á hverju sveitaheimili. Ennfremur voru smíðar á skápum, ferða-
kistum og fleiru mikið stundaðar.
Nemendur bændadeildar stunduðu nám með eldri deild.
Próf.
Sú breyting varð á vorið 1936, að kennslumálaráðuneytið mælti svo fyrir,
að framvegis skyldu kennarar sjálfir vera prófdómendur hverjir hjá öðrum.
Gilti það fyrirkomulag því bæði vorin 1936 og 1937. Prófin fóru fram öll
árin í aprílmánuði, sem venja er til.
Verkefni í skriflegu prófi búfræðinema við burtfararpróf vorið 1935,
voru þessi:
Flatar og rúmmálsfrœöi.
1. Grunnlína þríhyrnings er 224.50 m og hæðin á hana 80 m. Hvað er
flatarmálið?
2. Hlaða er 18 m löng, 5 m breið og 4 m undir brúnás. Rishæð er 1.40 m
Hvað er rúmtakið?
3. Hlið á jafnhliða 6-hyrningi er 4 m. Hvað er flatarmál hans?
4. Hringmynduð súrheystoft er 2.80 m í þvermál á ytri brún og þykkt
veggjarins 0.15 m. Tóftin er 3 m djúp. Hvað er rúmtak veggjarins?
5. Ein hlið í þríhyrningi er 5.0 m og önnur 7.20 m. Hæðin á 3. hliðina er
4.0 m. Hvað er sú hlið löng?