Búfræðingurinn - 01.01.1939, Blaðsíða 155
BÚFRÆÐINGURINN
151
JarðrœktarfrœSi.
Gróðrarstíur og þýðing þeirra fyrir garðæktina.
Búfjárfrœði.
Innlent kjarnfóður.
Vegna veikinda gátu 2 nemendur, Ármann Óskarsson og Sverrir Björns-
son, ekki gengið undir skriflega prófið í búfjárfræði að þessu sinni. Þreyttu
þeir prófið 1. maí og höfðu til úrlausnar:
Votheysgerð.
í yngri deild voru skrifleg verkefni þessi:
íslenzka.
Vordagur.
Danska.
Snúið á dönsku:
Fyrir utan hús eitt sat litill drengur. Við fætur hans lá stór og fallegur
hundur. Drengurinn var að borða brauð og var auðséð að hundinn lang-
aði í bita líka. Drengurinn sá það, tók lítinn bita og rétti hundinum
hann. En þegar hundurinn stóð upp og ætlaði að taka við bitanum, kippti
hann að sér hendinni og barði hundinn. Maður nokkur sá þetta og tók
25-eyring upp úr vasa sínum. Drengurinn varð glaður, því hann hélt að
maðurinn ætlaði að gefa sér hann, en í þess stað sló maðurinn hann
utan undir. Drengurinn fór að gráta. „Af hverju ertu að gráta?" sagði
maðurinn, „þú baröir hundinn, sem ekki hafði gert þér neitt og mér
finnst þú eiga skilið að fá refsingu fyrir það.“
Stœrðfrœði.
1. Hvað kosta 13 kg ef 5 kg kosta kr. 7.50?
2. Hvað þarf mikla upphæð til þess að hún gefi af sér kr. 31.00, ef vextir
eru 4%?
3. 3 menn, A, B og C, kaupa hús í félagi. A greiðir kr. 10000.00, B greiðir
kr. 12000.00 og C greiðir kr. 9000.00. Þeir leigðu húsið fyrir kr. 1240.00.
Hvað fær hver af leigunni?
4. A selur B skuldir fyrir 65% af nafnverði þeirra. Nú innheimtast 72%
af nafnverði skuldanna. Kostnaður við innheimtuna varð 5% af því,
sem innheimtist. Hvað græddi B mörg % á skuldakaupunum?
5. Maður nokkur seldi 67 poka af síldarmjöli fyrir kr. 1620.00. Hann græðir
á þeirri sölu jafn mikið og hann gaf fyrir 5 poka. Hvað gaf hann fyrir
pokann?