Búfræðingurinn - 01.01.1939, Side 158
154
BÚFRÆÐINGURINN
Heimavistarfélag Hólaskóla.
Matarfélag höfðu nemendur með sér öll árin og önnuðust stjórn þess
að öllu leyti sjálfir. Eru kosnir af nemendum þrír menn til þess að stjórna
því og er einn þeirra heimavistarstjóri, en hinir tveir meðstjórnendur
hans. Skólabúið sér um matreiðslu og þjónustu, leggur til alla vinnu,
eldivið og áhöld, og hefir tekið fyrir það kr. 75.00 af hverjum nemanda.
Veturinn 1934—35 var Ólafur Árnason heimavistarstjóri, en meðstjórn-
endur voru Ásgrímur Jónsson og Sveinn Gamalíelsson. Þann vetur var
fæðiskostnaðurinn að frádregnu matreiðslugjaldinu, er skólabúið sá um,
kr. 1.17 á dag.
Ráðskona var Karitas Traustadóttir.
Veturinn 1935—1936 var Sveinn Gamalíelsson héimavistarstjóri, en
meðstjórnendur þeir Davíð Sigurðsson og Eðvald Malmquist. Fæðiskostn-
aður að frádregnu matreiðslugjaldi, varð þann vetur kr. 1.08 á dag. Ráðs-
kona var Karlotta Jóhannsdóttir.
Síðasta veturinn — 1936—37 — var Jón Egilsson heimavistarstjóri, en
Árni Sæmundsson og Helgi Indriðason meðstjórnendur. Þá varð fæðis-
kostnaður, að frádregnu matreiðslugjaldi, kr. 0.90 á dag. Ráðskona var
Sigrún Júlíusdóttir.
Félagslíf.
Alla veturna starfaði Mál/unda/élag Hólaskóla. í því hafa veriö nem-
endur, kennarar og flest heimilisfólk. Félagið heldur uppi umræðufund-
um, er venjulega hafa verið haldnir á laugardagskvöldum. Tilgangur fé-
lagsins með fundahöldum er að æfa félagsmenn svo í ræðumennsku, að
þeir geti komið opinberlega fram. BlaÖ gefur félagið út, er Skólapiltur
heitir og kemur það út annanhvern sunnudag. Félagið skipar félagsmönn-
um í nefndir, er sjá um skemmtanir á sunnudögum. Til skemmtunar er
upplestur, söngur, smáleikir og erindi. Venjulega hefir og verið dansað
á hverjum sunnudegi í 3 stundir. Málfundafélagið hefir haldið eina eða
fleiri almennar skemmtisamkomur á hverjum vetri, og svo smærri sam-
komur, svo sem 1. desember og oftar.
Tóbaksbindindisfélag gekkst yngri deildin fyrir að stofna síðasta vet-
urinn, og voru allir yngri deildungar meðlimir þess. Bindindisfélag hafði
áður starfað í skólanum, en ekki síðustu árin.