Frjáls verslun - 01.03.2001, Side 20
Foreldrar Baltasars Kormáks, Baltasar Samþer og Kristjana Samþer ásamt Lilju Pálmadóttur,
eiginkonu og meðeiganda Baltasars Kormáks í framleiðslu- og umboðsfyrirtœkinu Sögn ehf.
leikhús einu sinni á ári eða ríflega það því að heildaraðsókn í
Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið og Loftkastalann jafngildir
höfðatölu þjóðarinnar. Þá eru hinir leikhóparnir ótaldir. Aðsókn-
in hjá sjálfstæðu leikhópunum hefur aukist gríðarlega og á Leik-
félag íslands þar stærstan hlut. Framleiðsla leiksýninga hjá sjálf-
stæðu leikhúsunum kostar 5-10 milljónir og allt upp í 25 milljón-
ir króna. Um 10 þúsund áhorfendur teljast mjög góð aðsókn en
frábært er að fá 40 þúsund áhorfendur. Sé miðað við 2.000 króna
meðalmiðaverð getur veltan numið frá 20 milljónum króna upp
í 80 milljónir og er það varlega áætlað. Baltasar vitnar í orð kvik-
myndaframleiðenda í Holljwood. „Enginn veit neitt á þessum
markaði. Framlegð af leikriti getur orðið veruleg en tapið getur
líka orðið mjög stórt. Þetta er mikil áhætta,“ segir hann og bætir
við: „Hver hefði td. reiknað með velgengni Hellisbúans, þar
sem óþekktur leikari stóð einn á sviðinu, nánast án umgjarðar?“
Kostnaðurinn við kvikmyndagerðina er gríðarlegur og
stundum gengur illa að íjármagna myndirnar. Framleiðslan á
101 Reykjavík, frumraun Baltasars í kvikmyndaleikstjórninni,
er dæmi um það. Hún kostaði 150 milljónir króna í framleiðslu,
þar af tók 101 Reykjavík ehf. áhættu upp á 100 milljónir króna.
Baltasar ber sig vel og segir að áhættan virðist ætla að borga
sig og vonandi gott betur. „Eg lit íyrst og fremst á þetta sem
ijárfestingu í framtíðinni. Þetta er auðvitað ákveðinn fórnar-
kostnaður. Núna gengur mér t.d. miklu betur að fjármagna
Hafið sem þó er enn íslenskari mynd en 101 Reykjavík. I þeirri
mynd var ég að kynna sjálfan mig í fyrsta skipti sem kvik-
myndaleikstjóra og nú hafa menn meiri áhuga á minni vinnu
erlendis þannig að ég tel að þetta muni skila sér til lengri tíma
litið. Eg er þegar farinn að fá tilboð frá Ameríku sem hljóða upp
á ágætis pening,“ segir hann.
- Hvað kallarðu ágætís pening?
„Eg vil ekki tala um það þvi að það er
svo mikil öfund í samfélaginu í sam-
bandi við peninga. Iistamenn mega
aldrei bera neitt úr býtum. Þá verður
allt öfugsnúið. En það sem fæst fyrir
að leikstýra og skrifa handrit erlend-
is getur verið það sama og menn fá
út úr Kvikmyndasjóði hér heima til
að búa til kvikmyndina," svarar hann.
Hægt að hagnast á kvikmyndum
Baltasar telur að markaðurinn fyrir
íslenska kvikmyndagerð erlendis sé
ekki mikill en bendir á að 101 Reykja-
vík sé sennilega sú mynd sem hvað
víðast muni fara. „Eg held að mér sé
óhætt að segja að hún stefni í að
verða mest sótta myndin erlendis því
að það er búið að kaupa sýningarrétt-
inn á henni það víða og fyrstu tölur
frá þeim löndum, þar sem hún hefur
verið sýnd, eru hærri en áður hefur
sést á íslenskri mynd. Ut úr þessu fást ekki miklir peningar, ekki
ennþá, en við erum að brjóta ákveðinn ís,“ segir hann og telur
mögulegt að hagnast á kvikmyndum. „Það er hægt að flármagna
kvikmyndir með styrkjum langleiðina upp í kostnað, aígangurinn
er tekjur en því miður hefur íslendingum ekki tekist að hagnast
mikið á kvikmyndum. Spurningin er hvað er skilgreint sem ís-
lensk kvikmynd. Kvikmynd, sem er tekin á ensku, getur verið ís-
lensk. Ef við skilgreinum íslenskar kvikmyndir sem bara þær
myndir sem eru á íslensku þá verður mjög erfitt að markaðssetja
þær erlendis en það er þó ekki ómögulegt," segir hann.
- Hvaða þýðingu telur þú að Sigurjón Sighvatsson, Friðrik Þór
Friðriksson og aðrir kvikmyndaframleiðendur hafi fyrir íslenska
kvikmyndagerð?
„Sigurjón hefur ekki beitt sér mikið í íslenskri kvikmyndagerð
því að hann hefur fyrst og fremst verið í Hollywood. Eg veit ekki
um þýðingu þess. Hann getur kannski opnað tækifæri ef hann
kærir sig um en ég held að hann sé ekki þar til að bjarga ís-
lensku þjóðinni. Hann er í viðskiptum til að vinna fyrir sinni fjöl-
skyldu og byggja upp sitt fyrirtæki. Svo skemmtilega vill til að
við Sigurjón erum að fara að vinna saman. Önnur fyrirtæki
höfðu áhuga á að vinna með mér að þessu verkefni en mér
fannst ákveðið öryggi felast í því fyrir sjálfan mig að vinna með
honum þannig að hans fyrirtæki varð fyrir valinu.
Þýðing Friðriks Þórs er fyrst og fremst sú að hann hefur skap-
að sambönd erlendis til að fá fjármagn inn í íslenskar kvikmynd-
ir. Það er mjög jákvætt og getur dregið vagninn langt í kynningu
en svo stendur maður alltaf einn þegar á hólminn er komið. Eg
held að 101 Reykjavík gangi ekkert endilega vel af því að Friðriki
Þór hefur gengið vel. Hins vegar hefur reynslan sýnt að ef það
Með Pina Colada?
„Ég sá ekki framtíðina á sundlaugarbarmi með Pina Colada í annarri hendinni en ég vil hins
vegar hafa bæði sambönd og möguleika erlendis. Það er ekkert sem segir að ekki sá hægt að
hafa skrifstofu f Reykjavík en starfa erlendis.“
20