Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2001, Page 24

Frjáls verslun - 01.03.2001, Page 24
FORSÍÐUGREIN VIÐTflL VIÐ BflLTflSflR Njála er óvenjuleg „Ég held að það sé áhugi fyrir góðum víkingamyndum. Kvikmyndin Gladiator heppnaðist vel og þar með er búið að opna fyrir skylmingamyndir og hetjusögur. Njála er reyndar aðallega um kvenfólk og það er óvenjulegt í þessari tegund kvikmynda. Konurnar eru helstu morðingjarnir meðan karlarnir reyna að lempa átökin á Alþingi,“ segir Baltasar Kormákur. ástæða til að leikhúsin séu styrkt með opinberu fé til að setja upp sýningar, eins og gamanleiki og söngleiki, sem aðrir hefðu get- að sett upp og það án styrkja.“ - Hver er þinn óskalisti fyrir leiklistina í dag? Hvað þarf að gera til að gróðurmoldin sé heppileg? „Eg er fylgjandi rekstri fjóðleikhússins og Borgarleikhússins en vil að hlutverk þeirra séu skilgreind á skýran hátt. Þjóðleikhús- ið er t.d. leikhús allra íslendinga og átti upprunalega að sýna óp- erur og ballettsýningar og vera móðurstöð leiklistarinnar í stað þess að vera í samkeppni við leikhópa úti í bæ eins og staðan er í dag.“ Hann telur þá umræðu skiýtna sem komið hefur upp á yf- irborðið öðru hvoru um að Þjóðleikhúsið geti ekki farið í leik- ferðir út á land vegna þess hve dýrt sé að fara í slíkar ferðir og hve miklir peningar tapist á þeim. Hann spyr: „Hefur leikhúsið ekki hvort sem er 300 milljónir til að tapa í sínum rekstri? Er ekki allt í lagi að það tapi smávegis á leikferðum? Mér finnst að betur þurfi að skilgreina hlutverk leikhússins í samfélaginu. Best væri ef Þjóðleikhúsið sinnti sínu menningarhlutverki og leyfði frjálsu leikhópunum að beijast í sinni samkeppni úti á markaðinum. Það er engin ástæða til að styrkja sýningar á borð við Fífl í hófi sem eiga að geta borið sig. Hins vegar finnst mér allt í lagi að styrkja tilraunastarfsemi úti í bæ. Eins og staðan er í dag ættu sjálfstæðu leikhúsin að vera styrkt ekkert síður en hin leikhúsin þvi að þau eru öll að gera það sama,“ segir hann. - En hvað rnyndir þú gera ef þú værir menningarmálaráðherra? Hann þarf ekki að hugsa sig lengi um. „Eg myndi skoða hvert stefnir í menningarmálum og horfa til framtíðar, ekki fortfðar, skoða hvað við getum gert til að vera framarlega á þessu sviði en einblína ekki á það hvað Norðurlandabúar gerðu fyrir fimm eða tíu árum. Eg myndi velta því týrir mér hvernig við gætum mótað jafn framsýna menningarstefnu og t.d. Hollendingar hafa, stefnu sem leyfir nýsköpun og þróun í staðinn fýrir að ríghalda í göm- ul gildi. Eg hef ekkert á móti gömlum gildum en mér finnst stundum gleymast að nauðsynlegt er að llta til framtíðar. í Ijósi þess að Reykjavíkurborg hefur vakið áhuga erlendis fyrir menn- ingarlegan blæ finnst mér mikilvægt að nýta það tækifæri. Fólk leitar fyrst og fremst að menningu og þá erum við ekki bara að tala um leikhús heldur menningu almennt. Ekki eru allir ferða- menn á leiðinni út á land, margir þeirra koma til landsins bara til að koma til Reykjavíkur," segir hann. Sýnd í BBC Markaðsmálin í ferðaþjónustu og landkynningu vill hann skoða sérstaklega og það er greinilegt að hann telur kvikmyndirnar miklu sterkari miðil en hefðbundnar auglýsing- ar. Hann tekur 101 Reykjavík sem dæmi. „Ef 10 þúsund af þeim 75 þúsund áhorfendum sem hafa séð hana í Noregi skila sér sem ferðamenn til landsins á næstu árum er þessi mynd al- besta auglýsing sem þar hefur verið sýnd. BBC hefur keypt sýningarréttinn á henni og mun sýna hana nokkrum sinnum. Hvaða áhrif mun það hafa fyrir land og þjóð,“ spyr hann. Björn Bjarnason menntamálaráðherra á hrós skilið fyrir það að hafa aukið stuðning við kvikmyndir en betur má ef duga skal, að sögn Baltasars. Kvikmyndagerðarlistin fær 200 millj- ónir króna í styrk á ári meðan Þjóðleikhúsið hefur 300 milljón- ir og Borgarleikhúsið 200 milljónir og bæði hafa leikhúsin ókeypis húsnæði. Til að gera þessum listgreinum jafn hátt und- ir höfði þyrftu kvikmyndagerðarmenn 500 milljónir króna á ári og frjálsan aðgang að kvikmyndaveri. „Það væri ekkert óeðli- legt. Kvikmyndin er áhugaverð vegna þess að það er hægt að flytja hana út, það er mun auðveldara að fara með hana um allt land en uppsetningar leikhúsanna og handritin eru öll meira eða minna frumsamin. Þetta er íslensk frumsköpun. Islenskar kvikmyndir hafa vakið gríðarlega athygli erlendis og menn spyrja: Af hverju eru að koma kvikmyndir frá íslandi? Af hveiju er Island svona framarlega? Það er hægt að gera betur í stuðn- ingi við íslenska kvikmyndagerðarlist. En ég er líka að tala al- mennt um að Iíta til framtíðar: Hvernig er hægt að nýta fjár- magnið betur og notfæra sér t.d. þá auglýsingu sem felst í kvik- myndum og annarri menningu?" - Hvernig sérðu þína framtíð? Áttu eftir að verða leikari á sviði altur? „Eg leik náttúrulega alltaf eitthvað með leikstjórninni. Ég er t.d. að leika í bandarískri bíómynd sem heitir No Such Thing en ég tel ólíklegt að ég eigi eftir að leika á sviði í nánustu fram- tíð. Það er erfitt að sameina það að búa til kvikmyndir, ferðast um til að kynna þær og vera svo fastur á sviðinu um hveija ein- ustu helgi. En auðvitað langar mig rosalega á sviðið og ég geri það ábyggilega einhvern tímann. Maður verður að halda áfram á sinni braut og getur ekki farið til baka, dottið inn í ein- hverja kjallarasýningu í Þjóðleikhúsinu og verið þar næstu þrjú árin. Þá íjarar það út sem maður hefur verið að byggja upp,“ segir hann. H3 24

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.