Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2001, Síða 50

Frjáls verslun - 01.03.2001, Síða 50
VEITINGAREKSTUR Rekstxir frægasta pylsuvagns landsins, Bæjarins bestu, hófst á Lækjartorgi, undir vegg Útvegsbankans sem þá var, og var um algjöra nýjung að ræða í íslensku bæjarlífi. Aldrei fyrr hafði skyndibiti verið seldur á íslandi og það i vagni! Á hjólum! Ekki eru til miklar heimildir um viðtökur bæjarbúa en Guðrún Kristmundsdóttir framkvæmdastjóri hefur eftir ömmu sinni og alnöfnu, sem rak vagninn á sjötta áratugnum, að pylsuvagninn hafi þótt „útlenskulegur" á fyrstu árunum. „Eg held að pylsuvagninn hafi fengið mjög góðar viðtökur. Ekki voru neinir aðrir skyndibitastaðir í bænum, einhveijar matsölur og kaffihús voru jú fyrir hendi, en ekki neinir staðir þar sem hægt var að labba inn af götunni, fá sér eina pylsu og halda svo förinni áfram. Pylsuvagninn er elsti skyndibitastaður landsins og ég myndi halda að hann væri í hópi elstu veitingastaða lands- ins ef hægt er að flokka hann sem slíkan,“ segir hún. 20 starfsmenn Pylsuvagninn Bæjarins bestu hefur verið starfræktur frá því um miðjan ijórða áratuginn. I upphafi var reksturinn í eigu nokkurra aðila en þeir voru fljótlega keyptir út. Hann hefur því verið í rekstri hjá einstaklingum í sömu ijöl- skyldunni frá upphafi. í dag á Guðrún Kristmundsdóttir yngri Bæjarins bestu með föður sínum, Kristmundi Jónssyni. Föður- afi hennar, Jón Sveinsson, stofnaði fyrirtækið um 1934 með mági sínum, Alf S. Nielsen. Hann var danskur pylsugerðar- maður sem hafði komið hingað til lands til að kenna starfsfólki Sláturfélags Suðurlands að búa til pylsur. Guðrún Kristmunds- dóttir tók við rekstrinum af manni sínum um 1950 og rak ásamt Kristmundi, syni sínum, fram til 1963, er hún lét af störf- um og hann tók alfarið við. Guðrún yngri byijaði svo að af- greiða í pylsuvagninum Bæjarins bestu 15 ára gömul og hefur staðið í afgreiðslunni í 25 ár. Hún hefur séð um reksturinn frá 1989 og rekur nú tvo staði, Bæjarins bestu í Tryggvagötu og á Smáratorgi. Ekki vill hún gefa upp neinar rekstrartölur en seg- ir að í dag starfi um 20 starfsmenn hjá Bæjarins bestu. Skyndibitaneysla almennings hefur gjörbreyst frá því starf- Margur er knár Þótt hann sé smár semi pylsuvagnsins hófst. í upphafi þegar Bæjarins bestu fór að bjóða upp á pylsur í vínarbrauði og mjólkursopa var ausið úr járnfötu, var skyndibita- fæði óþekkt hugtak. Með árunum hefur þetta heldur betur breyst, skyndibitinn varð smám saman al- gengari og „trakteringarnar“ þróuð- ust smám saman. Guðrún segir að fyrst hafi sinnepið komið, svo hrái laukurinn, tómatsósan, steikti laukur- inn og svo remúlaðið fyrir um það bil Pylsuvagninn Bæjarins bestu við Tryggvagötu er einn smæsti veitingastaður landsins en þó sá vinsælasti. Hann hefur verið i eigu sömu fjölskyldunnar frá 1934 þegar þylsusala hófst i fyrsta vagninum. Eftír Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur 25 árum. Um svipað leyti urðu gos- drykkirnir algengir. „Eg hef heyrt frá- sagnir af því þegar Björnsbakarí fór að baka pylsubrauðin fyrir okkur í kring- um árið 1947. Brauðin komu til að byija með í stórum trékössum heim til ömmu minnar og þar sat fjölskyldan og skar þau. Síðan fóru þau aftur í kassann og voru svo flutt niður eftir. Þetta er auðvitað í trássi við allar gæða- kröfur í dag en var mikil ffamför á þeim tíma,“ rifjar hún upp. 50
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.