Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2001, Síða 63

Frjáls verslun - 01.03.2001, Síða 63
Þær Sigrún Gylfadóttir, grafískur hönnuður, Anna Ágústsdóttir textasmiður og Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, grafískur hönnuður, unnu að gerð auglýsinganna á vegum Hvíta hússins. Allir þeir sem sjást á auglýsingunum eru sjálfboðaliðar. FV-mynd: Geir Ólafsson þarf að hafa í huga og margt að varast. Ef við sýnum illa útleik- ið fólk fælir það þær konur sem ekki hafa sýnilega áverka frá því að leita aðstoðar. Þeim finnst þá að þær geti það ekki þar sem þær bera engin sjáanleg merki ofbeldis máli sínu til sönn- unar. Þvi er nefnilega þannig farið að fæstar þeirra kvenna sem búa við ofbeldi á heimilum sínum bera þess sýnileg merki.“ „Það komu margar hugmyndir upp og sumar þeirra voru af- greiddar ómögulegar þar sem þær gengju of langt,“ segir Sig- rún. Ein hugmyndin var mynd af karlmanni sem heldur utan um lítið barn sem nær honum í mjaðmir. Yfirskriftin var: „Eg geri allt með barninu mínu.“ Það sem myndin gaf í skyn, á sér því miður stað. En kannski var líka hægt að túlka hana þannig að eðlileg og innileg samskipti karla við börnin sín væru grun- samleg. Hugmyndinni var því hafnað.“ Áverkarnir sjást þegar kvöldar Markmið herferðarinnar var lýrst og fremst að vekja upp almenna umræðu og einnig að ná til kvenna sem ekki hafa leitað sér aðstoðar vegna ofbeldis. Her- ferðin samanstóð af þremur heilsíðuauglýsingum í dagblöð, þremur tegundum veggspjalda og auglýsinga á strætóskýli. Þær síðastnefndu eru þannig að þegar skyggja tekur, breytist ijölskyldan fallega og í ljós koma marblettir og áverkar á kon- unni og barninu en karlmaðurinn stendur ómeiddur og keikur. Dagblaðaauglýsingarnar voru birtar í kringum alþjóðadaginn gegn ofbeldi, 25. nóvember sl., plakötin hafa víða verið hengd upp, í heilsugæslustöðvum og þar sem líklegt er að konur komi saman, og auglýsingin í strætóskýlunum er ennþá birt af og til. Svona auglýsingar mega ekki ganga of langt „Við þurftum að sýna ofbeldið án þess að sýna það,“ segir Kristín Þóra, „og það tókst. í kjölfarið höfum við kannski farið að taka betur eftir því sem gerist í kringum okkur og sjáum margt sem við sáum ekki áður. Ofbeldi getur birst í svo mörgum myndum, t.d. þeg- ar konur hafa engin tjárráð." „Öll módelin í þessum auglýsingum voru sjálfboðaliðar," segir Anna. „Við dáumst mikið að hugrekki þessa fólks sem var tilbúið til að láta mynda sig fyrir slíkar auglýsingar og höfð- um raunar áhyggjur af að það myndi valda þvi óþægindum. Það hefur þó ekki orðið að því er við best vitum. Þetta er svo óskaplega viðkvæmt og þess þarf að gæta mjög vel að fara ekki yfir strikið. Það má ekki stimpla alla karlmenn sem ofbeldis- menn heldur eiga auglýsingarnar fremur að verða til þess að vekja almenning til umhugsunar og hvetja til þess að fólk sem hefur verið beitt ofbeldi leiti sér aðstoðar. Við teljum að þetta verk hafi tekist vel þó ekki sé hægt að mæla beinan árangur líkt og þegar td. matur eða húsgagn er auglýst. En við trúum því að hægt sé að draga úr kynferðisofbeldi með því að vekja athygli á því sem gerist í kringum okkur og með því að opna umræðuna." Alþjóðaúagur gegn kynferðisofbeldi „Við fórum saman í öfl- ugt kynningarátak Stígamót, Kvennaathvarfið og Kvennaráð- gjöfin," segir Rúna Jónsdóttir kynningarfulltrúi Stígamóta. „Við tengdum það við alþjóðadag gegn kynferðisofbeldi, 23. nóvember og var einn liður í kynningunni tilraun til vitundar- vakningar meðal þjóðarinnar. Við byijuðum það á fundi á Hótel Borg þar sem ýmsir komu, bæði stjórnmálamenn og skemmtikraftar og yfirskriftin var: „Ertu að deyja úr ást?“ Við lékum okkur með andstæðurnar milli ástar og kynferðisof- beldis en fannst þetta efni svo ljótt og erfitt og vildum brjóta Herferðin Ertu að deyja úr ást? var tilnefnd til verðlauna í flokkunum Besta veggspjaldið, Besta dagblaðaauglýsingin og Besta umhverfisgrafíkin í síðustu AAÁ-auglýsingakeppni ímarks og segir það ýmislegt um hversu vel þykir til hafa tekist. 63
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.