Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2001, Page 66

Frjáls verslun - 01.03.2001, Page 66
STJÓRNUN flÐ STJÓRNA FÓLKI í FYRSTfl SINN Að sljórna fólki í fyrsta slnn Að stjórna fólk í fyrsta sinn er heiti bókar sem Bókaklúbbur atvinnulífsins og Viðskipta- fræðistofnun Háskóla Islands gáfu út nýlega. Bókinni er fyrst og fremst ætlað að hjálpa þeim sem ekki hafa mikla reynslu af stjórnunarstörfum en að sjálfsögðu getur hún nýst öll- um stjórnendum. Bókin hefur að geyma ýmsar hagnýtar ábendingar og undirstrikar höfundur hennar, Ron Bracy, að velgengni í stjórnun felist í því að finna sér góða sam- starfsmenn og búa vel að þeim. Bók- in skiptist í fimm kafla sem hver fýr- ir sig leggur áherslu á misjafna þætti í stjórnun. Hér að neðan eru nokkrar tilvitnanir úr bókinni: Hafið ávallt í huga eftirfarandi skilgreiningu: Góð stjórnun felst í því að betrumbæta og efla umhverfið til að árangur náist. Fáið Skýrar viðmiðunarreglur byggðar á starfslýsingunni eða ráðningarsamningnum. Þið getið ekki náð árangri í starfinu ef þið vitið ekki eftir hveiju störf ykkar verða dæmd. Annað hvort standið þið ykkur vel eða illa í stjórnunarstarfinu. Reynið ekki að vera annað fólk en þið eruð. Þið voruð ráðin vegna þess hvernig þið eruð - íklæðist ekki öðru gervi! Skiptir máli hvernig maður hugsar? Vitaskuld. „Hinir hæfustu lifa af,“ segir í náttúruvísindunum en nú á dögum lýtur sú hæfni frekar að get- unni til að hugsa skýrt heldur en vöðvaaflinu eins og áður fyrr. Reynið að koma auga á neikvæð hugs- anamynstur sem eru ykkur til trafala. Segið aldrei: „Eg get ekki gert þetta.“ Hugsið sem svo: „Ég hef ekki getað þetta hingað til en ég ætla að læra það núna.“ Hafið UPP á því sem fyrirtækið hefur sent frá sér um hlut- verk sitt og framtíðarsýn. Ef til vill þarf að leita að því log- andi ljósi í skýrslum frá fyrirtækinu en svo getur það allt eins verið básað í upplýsingabæklingum eða á vefsíðu. Ber- ið svo undir aðra ykkar skilning á eðli fyrirtækisins og Gluggað í bókina Að stjórna fólki í fyrsta sinn sern nýlega kom út á vegum Bókaklúbbs atvinnulífsins og Vibskipta- fræóistofnunar Háskóla Islands. Ein ráðleggingin er pessi: „Reynið ekki að vera annað fólk en þið eruð. Þið voruð ráðin vegna þess hvernigþið eruð - íklæðist ekki öðru gervi!“ Eftir Vigdísi Stefánsdóttur 66

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.