Frjáls verslun - 01.03.2001, Blaðsíða 67
Fyrst eftir að þið byrjið skuluð þið gera eins og til er
ætlast af ykkur en reynið að fmna leiðir til að bæta
verðmætum við og láta taka eftir ykkur. Með
hugkvæmni, sveigjanleika og með því að
benda á það sem mestu máli skiptir auk-
ið þið verulega líkurnar á því að eftir
ykkur verði tekið. Munið: „Fólk fagnar
breytingu ef þið sýnið fram á að það
hafi hag af henni.“
Stjörnandi jiarf umfram allt að vera
skilningsríkur gagnvart starfsmönn-
unum en hann þarf líka að taka erf-
iðar ákvarðanir. Ef einhver neitar
að verða við fyrirmælum ykkar
þarf að grípa til formlegrar refs-
ingar í fullu samráði við jdirmann-
inn. Endirinn á ósamlyndinu gæti
orðið sá að þið þyrftuð í fyrsta
sinn að reka einhvern. Hafið þið
búið ykkur undir slíkt?
ÞÚtt fundurinn sé leiðinlegasta
samkunda sem þið hafið
nokkru sinni setið megið þið
alls ekki láta á því bera. Ef þið
geispið, lítið á klukkuna, klór-
ið ykkur í kollinum (eða á enn
verri stöðum) og gónið út um
gluggann verður aldrei litið á
ykkur öðruvísi en sem að-
skotadýr.
Það getur komið mönnum í
koll að væla á kránni út af
starfmu, yfirmanninum, fyrir-
tækinu eða undirmönnunum. Gá-
laust tal getur hæglega varpað skugga á
einlægni ykkar og hollustu í starfi.
reynið þannig að fá vel grundaða mynd af þvi á hvaða braut
fyrirtækið ykkar er.
Vinnuhópar starfa því aðeins af krafti að hver maður í hópnum
skilji fyllilega hvert hans hlutverk og markmið er. Ef ykkur
grunar að misbrestur sé á þessu í hópnum sem þið stýrið,
verðið þið að ganga úr skugga um það sem allra fyrst.
Ykkar hlutverk í hópnum er vandasamt því þið viljið ekki missa
dugandi fólk. Þið þurfið líka að halda jafnvægi milli breytinga
í hópvinnunni og breytinga í vinnu einstaklinganna.
Bókinni er fyrst og fremst ætlað að hjálpa þeim sem ekki hafa mikla
reynslu af stjórnunarstörfum en að sjálfsögðu getur hún nýst öllum
stjórnendum.
Verið Sjálfum ykkur samkvæm. Fólk þarf að vita nákvæmlega
hvar það hefur ykkur til að vera visst um að viðmiðin sem þið
hafið sett og starfsfólkið verður sjálft dæmt eftir, breytist
ekki. Hreyfið ekki við markmiðunum.
Verið ákveðin, ekki frek
Verið ákveðin. Það er auðvitað gömul tugga að segja: Verið ákveðin, ekki frek, en hún er alveg
hárrátt. Standið fast á því sem þið teijið rétt og hvikið hvergi og látið fyrir hvern mun ekki aðra
ráðskast með ykkur.
67