Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2001, Page 86

Frjáls verslun - 01.03.2001, Page 86
Sigmar B. Hauksson Jjallar að þessu sinni um hversdagsvín undiryfirskriftinni: „Vín á þriðjudögum. “Hann segir að léttvín losi um streitu og hafi slakandi áhrif. Vín á þriðjudögum Fátt getur verið betra á gráum og köld- um hversdegi en að fá sér glas af góðu víni þegar heim er komið. Flestir Is- lendingar fá sér helst vín um helgar eða þegar þeir fara á veitingastaði. Víða um heim, og þá helst í þeim löndum sem vín eru framleidd, drekkur fólk vín á hveijum degi, en þannig er því nú ekki háttað hér- lendis enda vin hátt sköttuð og því dýr. Vín er gott fyrir hjartað og meltinguna og það losar einnig um streitu og hefur slakandi áhrif. Þá getur gott vín einnig gert góðan mat betri. Vín geymist lengur en margir halda, í það minnsta í þrjá daga, best er að geyma vínið í kæliskáp og þarf tappi að vera 1 flöskunni. Ef það er hins vegar fremur lít- ið eftir í flöskunni borgar sig ekki að geyma það til drykkjar held- ur er betra að setja það í ísmolapoka og frysta það og nota síðar í sósur. Góður lystauki Varla er hægt að hugsa sér betri drykk fyrir mat en þurrt sérrí. Sykur- magnið í þurru sérríunum sem nefnast Fino og Manzanilla er nánast ekkert. Bragðið er því mikið, létt og ögrandi. Þurru sérríin eru um 15-16% að styrkleika. Ekki er nægilegt úrval af góðum Fino sérríum í verslunum ÁTVR, úrvalið er hins vegar mun meira af sætum sérríum sem minna fremur á sæl- gæti en áfengi. Eitt besta þurra sérríið í rík- inu er Tio Pepe Fino á krónur 1.510,- Þetta er skijáfþurrt sérrí með léttum kryddilmi og bragði af hnetum og grænum eplum. Fyrir þá sem ekki eru hrifnir af mjög þurrum vinum skal bent á / Flestir Islendingar fá sér helst vín um helgar eóa þegarþeir fara á veitingastaði. Vegna umrœbunnar um hollustu léttra vína fiölgarþeim stöðugt sem gjarnan vilja fá sérglas afvíni afog til. Eftir Sigmar B. Hauksson 86

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.