Frjáls verslun - 01.08.2002, Qupperneq 24
Þórhildur til
Pfaff-Borgarljósa
Heimur á Vestnorden
estnorden ferðakaupstefnan var haldin
á Akureyri um miðjan september og
voru þátttakendur 500 talsins frá 20
löndum. Ferðaútgáfa Heims kynnti starfsemi
sína, kaupin á tímaritadeild Eddu og ýmsar
nýjungar í útgáfunni. 33
Starfsmenn Heims hf,
Ottó Schoþka og María
Guðmundsdóttir, ræða við
einn þátttakenda.
Mynd: Halldór Arinbjarnarson.
FRETTIR
Qfaff-Borgarljós hf. hefur keypt saumavéladeild Völusteins, sem hef-
ur um árabil haft umboð fyrir Husqvarna og Brother saumavélar.
Þórhildur Gunnarsdóttir, einn aðaleigandi Völusteins og sérfræð-
ingur í Husqvarna saumavélum, mun stýra hinni nýju saumavéladeild.
Völusteinn verður áfram í eigu ijölskyldu Þórhildar þó að sjálf taki hún til
starfa hjá Pfaff-Borgarljósum. S3
Þórhildur Gunnarsdóttir,
einn aðaleigandi Völusteins,
stýrir saumavéladeildinni
hjá Ffaff-Borgarljósum.
Mynd: Geir Ólafsson.
Wytijúsi í
Pau átta íslensku fyrirtæki sem tylla sér á
meðal framsæknustu fyrirtækja Evrópu
ættu að vera mörgum öðrum fyrirtækjum
til fyrirmyndar. Pau eru heldur ekki ein á
báti því að mörg önnur íslensk fyrirtæki eru
einnig að ná miklum árangri. Hugsanlegt er
að þegar þessi sömu fyrirtæki verða skoð-
uð að fimm árum liðnum verði eitthver
þeirra jafnvel orðin stór og stæðileg á al-
þjóðlegan mælikvarða og einhver þeirra
gleymd, horfin I yfirtökum eða gjaldþrotum.
Mikilvægast er þó að (sland eigi þá enn
jafnmörg fyrirtæki sem geta talist til fram-
sæknustu fyrirtækja Evrópu.
EyþóríuarJónsson
(Framsæknustu fyrirtæki (slands)
Vísbendingu
Askriftarsími: 512 7575
IFyrir fáeinum misseruml voru góð skilyrði
til að koma hugmyndum byggðum á vísinda-
rannsóknum í framkvæmd - jafnvel þótt
áhætta væri umtalsverð. Nó hefur slegið í
baksegl með versnandi ávöxtun á hlutabráf-
um I tæknifyrirtækjum og erfiðara er að afla
fjármagns til nýsköpunarverkefna - ekki síst
sprotafyrirtækja. Pað hlýtur því að verða á
meðal fyrstu verkefni nýs Vísinda- og tækni-
ráðs, sem er skipað fjórum ráðherrum, að
velta fyrir sér hvað hægt sé að gera til að
auðvelda einstaklingum og fyrirtækjum
sóknina á þessu sviði.
Uilhjálmur Lúðuíksson
(Nýsköpun byggist á vísindum).
Miklar framkvæmdir eins og þær sem nú
standa fyrir dyrum vegna álvers á Reyðar-
firði og stækkunar Norðuráls taka óvenju-
mikið pláss, en Smáralind og Kringlan ryðja
líka frá sér. Ekkert er óeðlilegt við að ný
starfsemi taki við af annarri. I markaðs-
kerfi, þar sem allir keppa eftir sömu leik-
reglum, gefur sá rekstur sem verður ofan á
jafnan meira af sér en hinn, sem víkur. Pott-
urinn stækkar um leið og bætt er í hann.
Öðru máli gegnir ef stjórnvöld veita einstök-
um fjárfestingum sérstakt brautargengi.
SigurðurJóhannesson
(Össur þokar fyrir álverum).
Samkeppnin mun harðna og verslunum
fækka og þær stækka. Þannig er búist við
að sjötti hluti þeirra verslana sem nú eru
starfandi IV- og S-Evrópu muni leggja upp
laupana á næstu árum. Pá er talið að 5 af
20 stærstu verslunarkeðjum álfunnar verði
ekki til árið 2005 og að sala á netinu, sem
margir töldu að myndi ná stórum skerfi af
smásöluversluninni, muni, ef vel tekst til,
ná milli 4-5% af smásöluverslun um eða
eftir 2005.
Ólafur Klemensson
(Breytingar á evrópskri smásöluverslun)