Frjáls verslun - 01.08.2002, Page 39
LAUSAMENNSKA ÍSTJÓRNUN
Tímabundin rádning forstjóra eða millistjórnenda hefur
ekki verið neitt sérstaklega algeng hér á landi en pessu
úrrœði erpó beitt oftar en áður enda góð lausn pegar
takastparfá við erfiðleika afýmsu tagi. Ekki erpað fiöl-
menn stétt sem hefur tekið að sér verkefni afpessu tagi
en pó eru peir nokkrir rekstrarráðgjafarnir sem hafa
hoppað inn við ótrúlegustu aðstæður, fyrst og fremst til að
lóðsa fyrirtæki í gegnum erfiðleika.
Effir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur
Fyrirtæki þurfa reynda og sterka stjórnendur, fólk með harðan skráp
oggetu til að takast á við erfið verkefni þegar lóðsa þarf fyrirtækin í
gegnum erfiðleika. Við slíkar aðstœður kemur tímabundinn stjórn-
andi aðgóðum notum. Hann erþá ráðinn inn ífyrirtœkið til að finna
lausnir, breyta skiþulagi og fylgja verkefnum eftir til framkvæmda.
Mynd: Geir Olafsson
Fyrirtæki, sem eru í kreppu af einhverju tagi, þurfa reynda og sterka
stjórnendur, fólk með harðan skráp og getu til að takast á við erfið
verkefni, til að lóðsa fyrirtækin i gegnum þessa erfiðleika. Það er
einmitt við slíkar aðstæður sem tímabundinn stjórnandi kemur að góð-
um notum. Það hvers konar stjórnandi verður fyrir valinu fer eftir eðli
verkefnisins hverju sinni. Ef um greiðsluvandamál er að ræða þarf að
ráða mann sem hefur góða rekstraryfirsýn, skilning á rekstri og þekk-
ingu og getu til að takast á við erfiða samninga. Þessi stjórnandi þarf
í öllum tilvikum að skapa tíltrú starfsmanna og skapa ró innan fyrir-
tækisins. Framleiðslustjóri er í flestum tilfellum í miklum samskipt-
um við starfsfólk og þarf því góða hæfileika til mannlegra samskipta
en fjármálastjóri sinnir meira tölvum og gagnaúrvinnslu og sam-
skiptum við lánastofnanir og þarf því ekki jafn nauðsynlega á lip-
urð í mannlegum samskiptum að halda. Forstjóri eða fram-
kvæmdastjóri þarf hinsvegar á öllu þessu að halda og meiru tíl.
Hann þarf að leiða starfsemina, skapa sýn, tiltrú starfsmanna og
halda ró og góðum vinnufriði innan fýrirtækisins.