Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2002, Side 49

Frjáls verslun - 01.08.2002, Side 49
Martha varð 61 árs hinn 3. ágúst sl. Hún lítur samt ekki út fyrir að vera klukkustund eldri en fertug. Flestir telja að hún sé frekar ímynd en veruleiki því það er allt svo óendanlega sætt í kringum hana. Sú ímynd hefur hins vegar gert hana að millj- arðamæringi. húsið. Auðvitað er borðið skreytt með gylltum og silfurlitum könglum, sem húsmóðirin málaði í gær. Og allir landar hennar vita hvað það þýðir þegar eitthvað er „svo Mörthulegt“. Innherjaviðskipti (ImClone? Of gott til að vera satt? Kannski - en nógu gott til að gera Stewart að einni af ríkustu konum í Bandaríkjunum og þó víðar væri leitað. Um tíma var veldi hennar metið á rúman milljarð Bandaríkjadala. Nú hefur það dalað því til að spara sér verðbréfatap upp á 227 þúsund dali er hún grunuð um innherjaviðskipti í ImClone, hrundu líftækni- fyrirtæki. Auðvitað skiptimynt miðað við að hlutabréfin í Martha Stewart Omnimedia, eignarhaldsfélaginu sem stjórnar Mörthuheimi, hafa rýrnað um 140 milljónir Bandaríkjadala eftir að hneykslið varð ljölmiðlafæða snemma á árinu. Martha hefur sýnt sig að búa yfir ýmsum notadrjúgum eiginleikum. Hún er einkar snoppufríð og einn blaðamaður hefur upplýst að hún hafi laglegan bakhluta. Ekki margir karlar í viðskiptaheim- inum sem fá slík meðmæli. Andlitsmyndirnar sýna andlit, sem á engan hátt kemur heim og saman við konu sem fædd er árið 1941. Á myndunum, sem hafa endalaust þakið allt Mörthuefn- ið, virðist hún ekki klukkustund eldri en fertug. Martha Kostyra er næstelst sex systkina og af pólskum ættum. Ævi- saga Mörthu, þegar efni í tvær bækur, er til í tveimur útgáfum: hennar eigin, sem hún hefur ausið ótæpilega af í skrif- um sínum - þar er allt notalegt og sætt - og svo bækurnar og fjöldi greina þar sem kemur fram heldur önnur mynd. Rétt kona á réttum stað á réttum tíma Martha hefur alltaf haft hæfileika til að gera réttu hlutina á réttum tíma - nema kannski þetta með ImClone. Hún var sæt og smart í menntó, kosin best klædda menntaskólastelpan af tíma- ritinu Glamour. Svo flutti hún sig um set yfir Hudson-ána, yfir á Manhattan, giftist Andy Stewart laganema. Þegar þau voru nýgift fæddist þeirn dóttirin Alexis 1965. Fram- sæknar konur af kynslóð Mörthu fóru út á vinnumarkað- inn og Martha gerðist verðbréfasali. Svo illa vildi til að fyr- irtækið, sem hún vann hjá, lenti undir smásjánni hjá bandaríska Jjármálaeftirlitinu. Martha sjálf lá ekki undir grun, heldur eigendurnir, en hún flýði af hólmi, að sögn eins Jjölskylduvinar. Hún og íjölskyldan fluttust til West- port í Connecticut. Þau keyptu gamlan bóndabæ við göt- una Turkey Hill, sem núna er orðin jafnfræg og Martha. Hún gerði bæinn glæsilega upp. Hún hafði tilfinningu fyr- ir því að góður matur og hugguleg heimboð væri að verða smai't og komast í tísku í upphafi 8. ái'atugarins. Hún og vinkona hennar fóru að sjá um veislur og elda mat sem fólk vildi láta líta út eins og það hefði eldað sjálft. Vinkon- an féll úr skaftinu, Martha hélt álfam. Metsölubékin Entertaining Næsta skref kom Mörthu ær- Iega á kortíð. Matreiðslubókin Entertaining kom út 1982 og hefur orðið ein söluhæsta matreiðslubókin í Bandaríkj- unurn og sögð sígild. Bókin snerist ekki aðeins um upp- skriftír, heldur um allt sem tilheyrir mat og matarboðum, eins og tauservíettur, blómaskreytingar og svo steinselju, kapers og ólífur í öllu. Uppskrifúrnai' voru ekki endilega allar verk Mörthu, en hún sauð saman metsölublöndu, sem hefur dugað í 24 matreiðslubækur, sem allar hafa selst í metupplögum. Það var þessi lifsstílstenging sem hefur skapað heilan Mörthuheim. Það er ekki út í bláinn að bók eftír hana, skrifuð af fyrrum nágranna hennar og vini, Christoper Byron, heitir Martha Inc. Núna er Byron reyndai- fyrrverandi vinur. Martha Stewart Living Omnimedia spannar mánaðarrit eins og Martha Stewart Living, þar sem hvert tölublað selst í 2 milljónum eintaka, Martha Stewart Weddings sem kemur út Ijórum sinnum á ári og selst í 650 þúsundum eintökum, þó eigandinn sé löngu komin af besta giftingaraldri. Nýjasta afkvæmið er Martha Stewart Baby, þó eigandinn sé líka löngu kominn af barnaeignaaldri. Martha Stewart by Mail er katalógur. Martha Stewart Everyday eru vörur fyrir eldhús og heimili. Ask- Martha eru blaðadálkar og útvarpsþættir. Svo eru það sjónvarps- þættir, að ógleymdu www.marthastewart.com með tvær milljónir skráðra notenda. Uppistaðan í útgáfu Mörthu af sögu sinni er að hún hafi alist upp við kröpp kjör og því snernma lært allt sem sneri að hús- haldi, bæði matreiðslu, ræstingu og saumaskap. En þarna ríkti gleði og hlýja í kröppu kjörunum og allt var svo sætt og nota- legt þó það væri grunnt í buddunni. Aðrir segja frá kaldlyndri móður og drottnunargjörnum föður. Þeir sem hafa brotið Mörthu til mergjar í Jjölmiðlunum benda á að hún hafi notað allt sitt líf í að flikka upp á dapurlega æsku sína og flýja pabbann, sem dó reyndar 1979, en um leið orðið eins og hann. 49
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.