Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2002, Page 50

Frjáls verslun - 01.08.2002, Page 50
LUNDUNAPISTILL SIGRUNflR DflVÍÐSDÓTTUR Boðskapur Mörthu er hlýja og notalegheit Sögusagnirnar fjalla um hvernig hún niðurlægir starfsfólkið, urrar á aðdáendur, sem ávarpa hana á veitingastöðum, og traðkar á og sparkar í fólk eftir þvi sem hún þarf og getur. Myndin, sem er dregin upp af henni, er af konu, sem veður jörðina í hné af dugnaði, kemst af með fjögurra klukkustunda svefn og er alltaf að. Það er minna notalegt en meira manískt í fari hennar ef grannt er skoðað. Þessar hliðar eru uppistaðan í grínsíðu um Mörthu, www.mrs- megabyte.com. Aðrir segja sögusagnirnar enduróma óhjá- kvæmilega af öfund í garð konu, sem hefur byggt upp víðtækt viðskiptaveldi með rúmlega 600 manns í vinnu. Eiginmaðurinn Stakk at Þar sem Martha hefur byggt öll sín um- svif á eigin ævi og sögu þá hefur athygli ljölmiðla líka beinst ótæpilega að henni. Þegar hún skildi fyrir um tíu árum nærðust ljölmiðlarnir á þvi mánuðum saman. Asakanir flugu á báða bóga. Eiginmaðurinn, að sögn orðinn þreyttur á að vera statisti í Mört- huheiminum, sífellt tuktaður til af eiginkonunni sem var stöðugt að halda boð, endurskipuleggja garðinn og taka húsið í gegn. Hann stakk af með yngri samstarfskonu Mörthu, eftir að hafa, að sögn Mörthu, haldið fram hjá henni, til dæmis með frægðarkonu eins og rithöfundinum Ericu Jong. Man ekki einhver eftir „Flug- hræðslu" frá 8. áratugnum? Frægur sækir frægan heim, eins og máltækið segir. Martha hefur bæði verið séð og óséð í viðskipt- um. Hún hefur haft einstakt lag á að fá það mesta út úr öllum samningum. Þegar hið þekkta fyriræki KMart, sem þykir víst frekar hallærisleg búðarkeðja með ódýru dóti, fékk Mörthu sem talskonu sína datt ekki nokkrum manni í hug að hún væri valin sökum ákafra viðskipta í KMart. Fyrirtækið ætlaði bara að notast ögn við hana til að klippa á borða í nýjum búðum. Samstarfið þró- aðist svo út í sérstakar Mörthuvörur, seldar í Kmart og síðan með tengingu milli vefsíðu Mörthu og búðarkeðjunnar. Martha fékk æ meira fyrir sinn snúð. Um 1990 seldust Mörthuvörur í Kmart fyrir milljarð dala og skerfur hennar var drjúgur. Nú er búðarkeðjan í greiðslustöðvun og framtíðin ótrygg. Sérfræðing- um ber saman um að Martha eigi ekki sök á þvi heldur stafi það af samkeppni við harð- snúna andstæðinga, m.a. Wall-mart, og samdrátt al- mennt. En Martha hafði fleira út úr Kmart. Þegar eigin- maðurinn yfirgaf hana átti hún í vandræðum með bú- skiptin, auk þess sem hún var einmana í húsinu og hverfinu. Þá fékk hún ein- faldlega kjörbúðina tíl að kaupa af sér húsið fyrir 50 milljónir dala til að nota sem umgjörð um markaðs- setningu Mörthuvaranna. Þetta þykir gott dæmi um hæfileika hennar til að láta aðra hirða tapið, meðan hún sér um gróðann. Þegar Time Warner hleyptu tímaritinu Martha Stewart Living af stokkun- um seldist tímaritið strax í Martha hringdi í Waksal og var „svo heppin“ að selja bréfin sín í lyfjaþróunarfyrirtækinu ImClone deginum áður en bandaríska lyfjaeftirlitið tilkynnti ákvörðun sína um fyrirtækið og bréfin í því hrundu í verði. 650 þúsund eintökum. Time Warner keypti Mörthu Stewart- nafriið. Fyrir þremur árum keypti Martha nafnið sitt aftur og fór með Martha Stewart Living Omnimedia á markað. Á einum degi græddust henni næstum 600 milljónir dala. Eignir hennar, metn- ar á rúma 600 milljónir dala, stukku upp í 1,2 milljarða. Þessi við- skipti hennar við Time Warner þóttu feikisnjöll. Skellti sér á bólakaf í hlutabréfaviðskipti Martha hefur alltaf fylgst með tímanum og auðvitað fór hún að óðaversla í hluta- bréfúm á síðasta áratug. Dóttir hennar átti um tfcna vingott við náunga að nafni Sam Waksal, frumkvöðul, sem umgekkst frægt fólk. Sambandið datt upp fyrir en Martha og Waksal héldu sínu sambandi og sáust oft saman. Waksal setti á stofn líftæknifyrir- tækið ImClone, sem Martha Ijárfesti í. Fyrirtækið var í lyfjaþróun en rétt fyrir síðustu áramót fékk Waksal að vita að bandaríska lyfyaeftirlitið, Food and Drug Administration, ætlaði að hafria umsókn um að fá að framleiða krabbameinslyf, sem miklar vonir voru bundnar við. Sama dag hringdi Martha í Waksal, en náði bara í símsvarann, og spurði hvað væri um að vera í ImClone. Hún lét síðan Peter Basanovic einkaverðbréfasala sinn hjá Merril Lynch selja hlut sinn í ImClone á gengi sem þá var 58 dalir. Daginn efdr, þegar ákvörðun FDA varð opinber, féll verðgildið niður í 10 dollara. Merril Lynch hefur nú rekið Basanovic, fyrrum starfsmann ImClone, vegna málsins og afhent yfirvöldum gögn um söluna. Waksal er ákærður fyrir innheijaviðskipti, skjalafals og að hafa eyðilagt skjöl, sem snerta málið. Blasir limm ára fangelsi við henni? Þingnefnd, sem er með ImClone i rannsókn vifl ræða við Mörthu, en hún hefur beitt lög- fræðingum fyrir sig og neitar að svara. Nú á hún yfir höfði sér ákæru fyrir falskan vitnisburð. Sannist það gæti hún átt á hættu allt að fimm ára fangelsi. Einn þingmannanna, sem kemur að rannsókn málsins er Billy Tauzin, sem til skamms tíma hafði mynd hangandi á skrifstofunni af sér svuntuklæddum í mat- reiðsluþætti Mörthu. Svo vill til að þátturinn var endursýndur þegar ljóst var að Tauzin kæmi að rannsókninni. Einn af mörgu frægðarfólki, sem kom í hádegismat hjá henni, var Bill Clinton þáverandi Bandaríkjaforseti. Fyrir utan þá sem hafa áhuga á frægu fólki fylgjast ýmsir í við- skiptalífinu af áhuga með Mörthumálinu. Einn athyglisverður vinkill málsins eru áhrif þessa álitshnekkis Mörthu á fyrirtæki hennar. Missir fólk lystina á matnum hennar og dótinu, sem hún mælir með, ef hún verður uppvís að svindli? Undanfarin misseri hafði það reyndar verið ákaft rætt innan fyrirtækisins hvort ekki væri nú hollara fyrir afkomuna að draga ögn úr ofurnotkuninni á persónunni sjálfri og hvort ekki væri best að einhver tæki við af henni sem æðsti yfirmaður. Spurningin er hvort Martha Stewart getur staðið sem vörumerki ef hin eina sanna Martha Stewart verður dæmd fyrir svindl, svo ekki sé nú talað um hvað gerist ef hún verður einfaldlega dæmd í fangelsi. S3 50
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.