Frjáls verslun - 01.08.2002, Side 59
þau Baldur Guðnason, Ólöfu Nordal, Ingunni Guðmundsdótt-
ur, Helga Jóhannsson og Magnús Pálsson, sem öll eru þekkt
í viðskiptalífmu. B!i
Helgi Jóhannsson
viðskiptafræðingur og fyrrv. forstjóri Samvinnuferða-Landssýnar.
„Eg var búinn að vinna í 19 ár
sem forstjóri hjá stóru fyrir-
tæki sem var að gera spenn-
andi hluti,“ segir Helgi
Jóhannsson. „Ég hafði lofað
sjálfum mér því að hagfræði-
nám mitt væri bara áfangi á
leið til frekari menntunar.
Stöðugar nýjungar gerðu það
að verkum að mikilvægi end-
urmenntunar varð sífellt
meira. Það tók hins vegar
tíma að átta sig á þessu og ég
man til dæmis að þrátt fyrir að
tölvuvæðingin æddi á ógnar-
hraða inn í allt rekstrarum-
hverfi, þá stóð ég mig að því
að víkja mér undan því að til-
einka mér til hlítar þá tækni sem var því samfara.
Það var svo árið 2000 að ég ákvað að láta til skarar skríða.
Eg gerði mér grein fyrir því að til að standast þær kröfur sem
gerðar eru til stjórnenda, sem vilja leika í „úrvalsdeild", þá
væri það algjör forsenda að leita sér meiri menntunar. Ég
hafði alltof lengi talið sjálfum mér trú um að það væri nægi-
Helgi Jóhannsson.
Fríður hóþur útskrifaðra MBA nema. Það er nýjung á Islandi að sjá
slíka búninga við útskrift en þetta er skemmtileg nýjung.
emmtilent að vera
legt að lesa viðskiptablað Morgunblaðsins og Frjálsa verslun
reglulega til að viðhalda þekkingu og kynnast nýjustu kenn-
ingum fræðimanna. Ég var því ekki lengi að hugsa mig um
þegar Háskólinn í Reykjavík bauð upp á MBA nám í rafræn-
um viðskiptum. Það var þá alveg eins gott að ráðast á garðinn
þar sem hann var hæstur.“
Námið var skemmtilega uppbyggt að sögn Helga. Auk
helstu nýjunga m. a. í fjármálastjórnun, markaðsþróun og
stjórnunarferlum var tæknilegum hluta tölvuuppbyggingar
gerð mjög góð skil. „Þó ekki svo að maður væri orðinn ein-
hver sérfræðingur í tölvumálum, heldur þannig að maður
hefði nokkuð skýra mynd af því sem nýjast væri á markaði og
gæti út frá því greint á milli mismunandi valkosta við frekari
þróun eigin tölvuumhverfis.
Okkur bar að starfa með nemendum frá samstarfsskólum
Háskólans í Reykjavlk í hinum ýmsu löndum og það gaf okk-
ur frábæra innsýn inn í líf og störf fólks. Mér þótti skemmti-
legt að skoða viðbrögð erlendra félaga minna og ekki sist
þegar kom að skilun verkefna. Þá sáust greinilega einkenni
þjóðanna - sumum þjóðum er eðlilegt að fresta öllu á meðan
aðrir vilja ræða málin endalaust, vinna með manni og sam-
Birgir Armannsson, aðstoðarframkvœmdastjóri Verslunarráðs, afhenti
Ornu Harðardóttur verðlaunagriþ fyrir að dúxa í náminu.
59