Frjáls verslun - 01.08.2002, Síða 89
FASTEIGNAMARKAÐURINN
Haukur Ingibergsson, forstjóri Fasteignamats rikisins. „Pað er mikil-
vcegt jyrir attan fasteignamarkaðinn, bæði kaupendur og seljendur, að
það liggi jyrirgóðar upplýsingar um það hvað raunverulega er að gerast
Mynd: Geir Olajsson
á markaðnum.
1 Kaupsamningum hefur fjölgað úr 2.717
fyrstu sex mánuði ársins 2001 í 3.352 fyrstu
sex mánuði þessa árs. Þetta er fjölgun um
23 prósent.
2 Á sama tímabili hefur heildaruelta aukist úr
39,5 milljörðum krúna í 46,7 milljarða og er
það aukning um 18 prúsent.
3 Meðaluelta á huern kaupsamning hefur
lækkað úr 14,5 milljúnum krúna í 13,9 millj-
únir á þessu samanburðartímabili, eða um
4 prúsent.
4 Fasteignamarkaðurinn er mjög stúr, ueltan
er 400 milljúnir krúna á dag á höfuðborgar-
suæðinu eða um ein milljún krúna á mínútu.
upp úr lægðinni?
almennt. Árið 1995 var meðaltalsútborgun við íbúðakaup 25 pró-
sent af kaupverðinu og fimm árum síðar var meðaltalsútborg-
unin 49 prósent. Á síðasta þriðjungi 2001 lækkaði útborgunin í 40
prósent en hefur hækkað aftur í 4243 prósent. „Útborgunarhlut-
fallið virðist lækka þegar þrengist á markaðnum og hækkar með
aukinni spennu. Árið 1995 var 20-25 prósent af andvirði íbúða
greitt með öðrum fasteignum eða lausafé. Þetta hvarf nánast
alveg árið 1999 en nú er farið að örla á þvi aftur. Það er þó ekki í
miklum mæli. Fasteignamarkaðurinn er mjög stór, veltan er 400
milljónir króna á dag á höfuðborgarsvæðinu eða um ein milljón
króna á mínútusegir hann. Stærsti hluti fasteignamarkaðarins
er kaup og sala á íbúðarhúsnæði og þá kannski mest fasteignum
í flölbýli. Tölur frá árinu 2000 sýna að helmingur af veltunni á fast-
eignamarkaði er út af fasteignum í Jjölbýli en 2/3 þinglýstra kaup-
samninga eru út af slíkum fasteignum. íbúðir í sérbýli standa
fýrir 25 prósentum af veltunni og 25 prósentum af fjölda kaup-
samninga. Atvinnuhúsnæði stendur fýrir 15 prósent af veltunni
og 6-8 prósentum af fjölda kaupsamninga. Afgangurinn er jarðir,
sumarbústaðir og þess háttar eignir.
Verðsjá fasteigna á Fmr.is Fasteignamatið hefur um 20 ára skeið
safnað öllum kaupsamningum og notað sem „hráefni“ í fasteigna-
matskerfið sitt en fasteignamat á að endurspegla gangverð fast-
eigna á hverjum tíma. Þessi upplýsingasöfhun hefur verið mikil-
vægur þáttur í starfsemi stofnunarinnar og er áformað að efla
enn frekar upplýsingagjöf stofnunarinnar um fasteignamarkað-
inn. Þannig hefur m.a. verið komið upp verðsjá fasteigna á heima-
síðunni www.fmr.is, þar sem hægt er að skoða fasteignaverð eftir
sveitarfélögum, tegund húsnæðis, aldri osfrv. Góðar upplýsingar
eru nauðsynlegar. Qfl
Guðrún Árnadóttir, formaður Félags fasteignasala:
Góðir tímar framundan
essar tölur, sem komu frá Fasteignamati
ríkisins í byijun júlí, sýna að það var
kippur í fasteignasölu iýrstu sex mánuði
ársins en mín tilfinning er sú að þunginn af
þessum viðskiptum hafi verið í apríl, maí og
júní því að fyrstu þrir mánuðir ársins voru
frekar rólegir," segir Guðrún Árnadóttir, for-
maður Félags fasteignasala. „Eftir þetta,
þ.e.a.s. í júlí, ágúst og september, hefur verið
töluvert mikil sala þannig að það eru bara
góðir tímar framundan. Framboð á eignum
hefur verið að aukast jafnt og þétt frá árinu
2001 þannig að það er meira úrval núna fýrir
þá sem ætla að kaupa sér eign, eftirspurnin
hefur haldið þannig að það er greinilegt að
margir eru að fara út í þessi viðskipti." 33