Frjáls verslun - 01.08.2002, Page 90
STAÐAN í ÐSKIPTALÍFINU
forstjórar sitja fyrir
svörum og meta stöðuna
Hvaða hefur komið þér mest á óvart í viðskiptalífinu á árinu?
Hver verða forgangsverkefni forstjóra næstu tólf mánuðina?
Skynjar þú það innan þíns fyrirtækis að botni hagsveiflunnar sé náð?
Hvað hefur einkennt rekstur fyrirtækis þíns á þessu ári og nær það settum markmiðum?
Efdr Jón G. Hauksson Myndir: Geir Ólafsson
71
Isl. erfðagreining árið 2001:
71. stærsta fyrirtækið.
Uelta: 3,2 milljarðar.
Tap f. skatta: -4,9 milljarðar.
Eigið fé: 10,0 milljarðar.
„Það verður forgangsverkefni að
vekja aftur trú markaðarins á getu
fyrirtækja til að búa til verðmæti.“
Kári Stefánsson, forstjóri Islenskrar erfiagreiningar.
44
Spron árið 2001.
44. stærsta fyrirtækið.
l/elta: 5,5 milljarðar.
Hagn. f. skatta: 12 milljónir.
Eigið fé: 3,2 milljarðar
„Stjórnmál fléttast stöðugt
meira inn í viðskiptalífið í stað
þess að áhrif þeirra minnki.“
Guðmundur Hauksson, sþarisjóðsstjóri Sþron.
Kárí Stefánsson
forstjóri Islenskrar erfðagreiningar
Mest á óvart í viðskiptalífinu á árinu? „Það hvernig alþjóð-
legir markaðir virðast hafa glatað trú sinni á fyrirtækjum í flest-
um greinum atvinnurekstrar."
Forgangsverkefni forstjóra næstu tólf mánuðina? „Vekja
aftur trú markaðarins á getu fyrirtækja til að búa til verðmæti."
Botni hagsveiflunnar náð? ,Já, ég held að tærnar séu farnar
að finna fyrir botninum.“
Hvað hefur einkennt rekstur fyrirtækis þíns á þessu ári og
telur þú að það nái settum markmiðum? „Sú ákvörðun
okkar að láta fyrirtækið skila hagnaði fyrr en áætlað var, - já,
við erum að ná settum markmiðum.“ B3
Guðmundur Hauksson
sparisjóðsstjóri Spron
Mest á óvart í viðskiptalífinu á árinu? „Fjöldi stórra og
óvæntra atburða hafa verið áberandi í viðskiptalífinu á þessu
ári. Aukin harka og óvægin samskipti hafa sett svip sinn á um-
fjöllun á árinu og vert er að benda á að stjórnmál fléttast
stöðugt meira inn í viðskiptalífið í stað þess að áhrif þeirra
minnki."
Forgangsverkefhi forstjóra næstu tólf mánuðina? ,Aðstæður
einstakra atvinnugreina eru misjafnar og því ekki unnt að gefa
alhliða ábendingu i þeim eihum. Á okkar sviði þarf að taka tillit
til þeirra erfiðu aðstæðna sem ijöldi einstaklinga og fyrirtækja
eru að glíma við.“
90