Frjáls verslun - 01.08.2002, Page 97
STAÐAN í VIÐSKIPTALÍFINU
5
íslandsbanki árið 2001:
5. stærsta fyrirtækið.
Uelta: 35,3 milljarðar.
Hagn. f. skatta: 3,7 milljarðar.
Eigið fé: 20,3 milljarðar.
„Við teljum að botni hagsveiflunnar
sé náð og framundan sé hægfara
hagvöxtur í stað stöðnunar
Valur Valsson, forstjóri Islandsbanka.
74
Mjólkurbú Flóamanna árið 2001:
74. stærsta fyrirtækið.
Uelta: 3,2 milljarðar.
Hagn. f. skatta: 75 milljónir.
Eigið fé: 2,1 milljarður.
„Komið á óvart hinar miklu breytingar
á gengi íslensku krónunnar og hversu
stórar gengissveiflurnar hafa verið.“
Birgir Guðmundsson, mjólkurbússtjóri Mjólkurbús Flóamanna.
Forgangsverkefiii forstjóra næstu tólf mánuðina? „Ég hygg að
flestir forstjórar muni leggja megináherslu á að leita að vaxtar-
tækifærum innan lands og utan til að stuðla að ffamtíðararðsemi
rekstarins."
Botni hagsveiflunnar náð? „Við teljum að botni hagsveifl-
unnar sé náð og framundan sé hægfara hagvöxtur í stað
stöðnunar. Verði af álversframkvæmdum mun þó hagvöxtur-
inn verða hraðari."
Hvað hefur einkennt rekstur fyrirtækis þíns á þessu ári og
telur þú að það nái settum markmiðum? „Rekstur Islands-
banka gekk að mestu samkvæmt áætlun á fyrri helmingi árs-
ins þótt ýmislegt í ytra umhverfi hafi sett mark sitt á rekstur-
inn. Þar ber hæst að verðbólga hefur hjaðnað mun hraðar en
áætlað var og umsvifin í hagkerfinu hafa verið lítil. Ovissa um
þróun markaða hér á landi sem erlendis gerir erfitt að spá fyrir
um næstu mánuði.“S!l
Birgir Guðmundsson
mjólkurbússtjóri Mjólkurbús Flóamanna.
Mest á óvart í viðskiptalífinu á árinu? „Miklar breytingar á
gengi íslensku krónunnar og hversu stórar gengissveiflurnar
hafa verið, sem undirstrikar hvað við búum við smátt og við-
kvæmt hagkerfi.“
Forgangsverkefni forstjóra næstu tólf mánuðina? „Eins og
ávallt að þróa fyrirtækin og skila þeim áfram í takt við óskir,
þarfir og væntingar eigenda og viðskiptaaðila."
Botni hagsveiflunnar náð? „Nei, mér finnst ýmislegt benda
til þess að svo sé ekki.“
Hvað hefur einkennt rekstur fyrirtækis þíns á þessu ári og telur
þú að það nái settum markmiðum? „Stækkun vegna upp-
kaupa á öðrum rekstrareiningum og skipulagsbreytingar því
tengdar, sem miða að því að við náum settum markmiðum um
hagræðingu og þar með betri árangri í rekstrinum.“ S9
97