Frjáls verslun - 01.08.2002, Qupperneq 102
STAÐANÍ ÐSKIPTALÍFINU
Botni hagsveiflunnar náð? ,Já, ég tel tvímælalaust að leiðin
liggi upp á við. Við höfum búið við afar farsæla efnahagsstjórn þó
sumum þyki að vaxtalækkanir hafi mátt ganga hraðar fyrir sig.“
Hvað hefur einkennt rekstur fyrirtækis þíns á þessu ári og
telur þú að það nái settum markmiðum? „Lítill raunvöxtur
tekna hefur einkennt reksturinn á árinu en sú staðreynd hefur
'í sjálfu sér ekki komið okkur á óvart. Rekstraráætlanir tóku
mið af þessu og sýnist okkur að þær muni í meginatriðum
ganga eftir.“ B3
13
Olíufélagið hf. (Ker hf.) árið 2001:
13. stærsta fyrirtækið.
Uelta: 16,2 milljarðar.
Hagn. f. skatta: 401 milljón.
Eigið fé: 7,3 milljarðar.
„Menn verða að hafa kjark til að nýta
þau sóknarfæri sem kunna að
skapast, þrátt fyrir ýmsa erfiðleika
á undanförnum misserum.“
Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Olíufélagsins ehf
Hjörleifur Jakobsson
forstjóri Olíufélagsins ehf.
Mest á óvart í viðskiptafífinu á árinu? „Það hefur komið mér
nokkuð á óvart hversu grunn lægðin í efiiahagslífinu hefur
rejmst vera og að krónan hefur styrkst jafnmikið og raun er
orðin á. Einnig vekur vaxandi harka á öllum sviðum í viðskipta-
lífinu athygli mína.“
Forgangsverkefni forstjóra næstu tólf mánuðina? „Eg held
að mörg íslensk íyrirtæki muni horfa á hagræðingu - við
þurfum að auka framleiðni á Islandi. Einnig verða menn að
hafa kjark til að nýta þau sóknarfæri sem kunna að skapast,
þrátt fyrir ýmsa erfiðleika á undanförnum misserum."
Botni hagsveiflunnar náð? ,Já, ég held að botninum sé náð,
en hér verður enginn raunverulegur og varanlegur hagvöxtur
nema útflutningsframleiðsla aukist. Þar eigum við góða mögu-
leika í sjávarútvegi ásamt þeim öflugu iðnfýrirtækjum, sem
hafa haslað sér völl á síðustu árum - og auðvitað myndi ný stór-
iðja styrkja okkur verulega.“
Hvað hefur einkennt rekstur fyrirtækis þíns á þessu ári og telur
þú að það nái settuin markmiðum? „Okkar rekstur hefur
almennt gengið vel og ég tel að við náum settum markmiðum.
Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hins vegar verið á töluverðu
flökti vegna ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafs og slikt skapar
alltaf ákveðna óvissu fyrir okkur og viðskiptavini okkar.“ S9
„Bílgreinin hefur horft upp á rúm-
lega 20% samdrátt frá árinu 2001
og þá hafði þegar orðið 50% sam-
dráttur frá árinu 2000.“
Jón Snorri Snorrason, forstjóri B&L.
Mest á óvart í viðskiptalífinu á árinu? „Hvað hægði mikið a
endurskipulagningu og uppstokkun í ijármálaheiminum í ljósi
þess að mikið var um samruna í öðrum geirum s.s. lyfjaiðnaði,
heildverslun, smásölu, sjávarútvegi, ijölmiðlum o.fl.“
Forgangsverkefiii forstjóra næstu tólf mánuðina? „Halda
áffam að endurskipuleggja og endurskoða núverandi starf-
semi með því að leita nýrra tækifæra og nýrra miða. Þetta er
nauðsynlegt þar sem flestar greinar eru að fá enn meiri sam-
keppni frá innlendum og erlendum aðilum.“
Botni hagsveiflunnar náð? „Enn sem komið er bendir ekk-
ert til þess, en í bílageiranum geta menn ekki annað en vonað
að svo sé. Greinin hefur horft upp á rúmlega 20% samdrátt frá
2001 og þá hafði þegar orðið 50% samdráttur frá árinu 2000.“
Hvað hefiir einkennt rekstur fyrirtækis þíns á þessu ári og telur
þú að það nái settum markmiðum? „Ofangreindur sam-
dráttur hefur kallað á áframhaldandi endurskipulagningu. En
mikil og góð vinna var unnin árið 2001 í þessum efnum og
virðist vera að skila mörgum settum markmiðum, en sam-
drátturinn mun seinka sumum þeirra.“ B3
Jón Snorri Snorrason
forstjóri B&L.
102