Frjáls verslun - 01.08.2002, Page 174
FÓLK
Hugrún D. Árnadóttir, eigandi Kron. „Nú er ég nýkomin heim afskósýningu þar sem verið var að sýna tísk-
una nœsta sumar. Mér til mikillar ánægju sá ég að talsvert verður um breytingar núfrá því sem verið hefur,
handunnar vörur koma sterkt inn og allskonar litir sem lífga uþþ tilveruna," segir hún um skótískuna.
Mynd: Geir Olafsson
upp gamla tíma úr Kaupfé-
laginu."
Hugrún tók stúdentspróf
úr hagfræðideild MS og fór
strax að því loknu til Parísar
og hóf þar nám í hinum virta
hönnunarskóla Studio Bercot.
Þar undi hún hag sínum hið
besta og hefur haldið sterkum
tengslum við Frakkland síðan.
„Eg fer út nokkrum sinnum á
ári, bæði til að versla, hitta vini
og kunningja og styrkja
tengslin," segir hún. „Nú er ég
nýkomin heim af skósýningu
þar sem verið var að sýna tísk-
una næsta sumar. Mér til mik-
illar ánægju sá ég að talsvert
verður um breytingar nú frá
því sem verið hefur, hand-
unnar vörur koma sterkt inn
og allskonar litir sem lífga upp
tilveruna. Það má líka sjá
mikið af útsaumi allskonar í
efnum og leðri sem gerir
tískuna skemmtilegri.“
Hagfræðikunnáttan hefur
komið sér að góðum notum í
verslunarrekstrinum auk
þess sem hún fellur vel að
fatahönnuninni að sögn Hug-
rúnar. Enda auðvelt að sjá
hvernig hagfræðikunnátta
getur komið sér vel í við-
skiptalífinu þar sem þörf er á
að hafa allt á hreinu.
I október heldur Hugrún
til Parísar ásamt samstarfs-
konu sinni, Þuríði Sigurþórs-
dóttur, og nokkrum öðrum
fatahönnuðum á vegum Ut-
flutningsráðs. „Við munum
taka þátt í stórglæsilegri sölu-
sýningu sem sett verður upp
til að aðstoða íslenska fata-
hönnuði við að koma vörum
sínum á framfæri erlendis,"
segir hún. „Fatalína mín og
Hugrún D. Arnadóttir, Kron
Efdr Vigdísi Stefánsdóttur
egar gengið er niður
Laugaveginn blasir við
manni verslunin Kron.
Hin nýja Kron sérhæfir sig að-
allega í skóm ólíkt hinu gamla
Kaupfélagi Reykjavíkur og ná-
grennis sem seldi ýmislegt
fleira en skó hér á árum áður.
Eigandi Kron er Hugrún D.
Árnadóttir, útlærður fata-
hönnuður frá París.
„Nafnið Kron hefur mér
alltaf þótt vænt um líkt og
mörgum öðrum landsmönn-
um og þætti það hálfgerð
synd ef það félli í gleymsku,"
segir Hugrún. „Þetta nafn er
skemmtilegt því það fær
marga til að doka við og rifja
Þuríðar heitir Scandinavian
Tourist og hefur verið í þróun
sl. tvö ár hjá okkur, enda er
þetta nokkuð sem tekur tíma
að þróa og búa til. Við
hlökkum mikið til að sjá hver
viðbrögðin verða.“ 03
174