Frjáls verslun - 01.08.2003, Blaðsíða 56
300
STÆRSTU
KAUPÞING BUNAÐARBANKI HREIÐAR MÁR SIGURÐSSON
HAPPADRJÚG
YFIRTAKA í SVÍÞJÓÐ
Samruni Kaupþings og Búnaðarbanka hefur gengið vonum framar að mati
Hreiðars Más Sigurðssonar forstjóra. „Ég tel að okkur hafi tekist að mynda sérlega
öflugan banka sem í krafti stærðar sinnar og hæfni og reynslu starfsfólks okkar á
að vera í fararbroddi íslensks íjármálamarkaðar,“ segir hann m.a. í þessu viðtali.
Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur
Afkoma Kaupþings banka í fyrra var góð. Bankinn skilaði
methagnaði, rúmum þremur milljörðum eftir skatta.
Markmið Kaupþings banka var að ná 15% arðsemi á
eigin fé á ári en arðsemi eigin ljár í fyrra var 32,4%. Afkoma
Búnaðarbankans var líka mjög góð, en bankinn skilaði um
það bil 2,3 milljarða hagnaði eftir skatta á árinu 2002 og var
það raunar besta uppgjör í sögu bankans," segir Hreiðar Már
Sigurðsson, forstjóri Kaupþings-Búnaðarbanka.
„Kaupþing-Búnaðarbanki skilaði vel viðunandi milliupp-
gjöri. Hagnaður hins sameinaða banka á fyrstu sex mánuðum
ársins nam rúmum þremur milljörðum eftir skatta, og arð-
semi eigin ijár var 19,4%. Tekjustoðir bankans eru nú fleiri en
áður og öll tekjusviðin skila jafnri og góðri afkomu. Erlendu
starfsstöðvarnar gengu misvel. Eg er mjög
ánægður með afkomuna í Lúxemborg og í Banda-
ríkjunum. Hins vegar hefur reksturinn verið
erfiður í Svíþjóð. Þar höfum við verið að segja upp
starfsfólki, en reksturinn er nú kominn í jafnvægi.
Frá því að milliuppgjör bankans var birt hafa
markaðir almennt verið á uppleið og verkefna-
staðan hjá okkur er góð. Horfurnar eru því góðar
hjá bankanum," segir hann.
erlenda fjárfesta að íslenskum skulda-
bréfum. Með því verður markaðurinn
skilvirkari og það skilar sér svo í betri
vaxtakjörum til almennings,“ segir
Hreiðar Már og heldur áfram:
„Hjá okkur í Kaupþingi banka var
yfirtakan á JP Nordiska einn af
hápunktum síðasta árs. Við áttum ekki von á því að yfir-
takan vekti jafn mikla athygli í Svíþjóð og raun bar vitni. Það
er alltaf ákveðin áhætta fólgin í því að hasla sér völl á nýjum
mörkuðum, hins vegar er það trú okkar að þessi kaup eigi
eftir að reynast okkur happadrjúg. Það er hins vegar undir
okkur sjálfum komið hvernig við nýtum okkur þá traustu
stöðu sem við erum komnir með á
sænska markaðnum.“
Hápunkturinn yfírtakan á JP Nordiska Ýmislegt
kom Hreiðari á óvart á sviði ijármála og við-
skipta í fyrra. „Arið í fyrra markaði ákveðin tíma-
mót á innlendum markaði í kjölfar mikillar aukn-
ingar sem átti sér stað í sölu íslenskra skulda-
bréfa til erlenda ijárfesta. Þetta var afrakstur
mikillar vinnu innan bankans og er þáttur dóttur-
félags okkar í New York þar mikill. Það er ákaf-
lega jákvætt fyrir markaðinn að hafa laðað
„Við áttum ekki von
á því að yfirtakan
vekti jafii mikla
athygli í Svíþjóð og
raun bar vitni. Það
er alltaf ákveðin
áhætta fólgin í því
að hasla sér völl á
nýjum mörkuðum,
hins vegar er það
trú okkar að þessi
kaup eigi eftír að
reynast okkur
happadrjúg.“
Niðursveiflan skammvinn Hann segir
að aðlögunarhæfni íslensks fjánnálalífs
hafi komið sér nokkuð á óvart. „I
kjölfar mikils ójafnvægis sem myndast
hafði í hagkerfinu í lok tíunda áratugar-
ins fylgdu ýmsar aukaverkanir sem
komu meðal annars fram í aukinni
verðbólgu og vaxandi viðskiptahalla.
Verðbólgan fór í 9,4% árið 2001 en gekk
hins vegar niður með undraverðum
hætti í fyrra og var verðbólgan yfir árið
1,4% og hefur aðeins einu sinni verið
lægri, 1,3% árið 1999. Á sama tíma hvarf
viðskiptahallinn og var afgangur af við-
skiptajöfnuði upp á 0,5% í fyrsta skipti
síðan 1995. Hagvöxtur dróst saman um
56