Frjáls verslun - 01.08.2003, Blaðsíða 169
VÍNPISTILL SIGMARS B.
Reynslusala er tilraunasala á tegundum og er henni ætlað
að meta hvort nægjanleg sala sé á tegundinni og hvort ástæða
sé til að bjóða viðkomandi áfengistegund í kjarnasölu vínbúð-
anna. Reynslusölutegundir fást í, eins og áður sagði,
Heiðrúnu, Kringlunni og svo í Smáralind, Hafnarfirði, á Sel-
tjarnarnesi og Akureyri. Þetta kerfi hefur það í för með sér að
tegundir koma og fara. Þess vegna þarf vínáhugafólk að hafa
augun opin ef það finnur áhugaverða víntegund, það er ekki
víst að vínið komi aftur.
fllsace Þegar fer að hausta breytist ilmur náttúrunnar. Angan
gróðurs og glóðarsteikts kjöts hverfur og loftið verður tærara
eftír fyrstu haustrokin og rigningarnar. Riesling vín frá Alsace
minnir á haustið, ferskt, frískandi, með ljúfu aldin- og ávaxta-
bragði. Trimbach Riesling Reserve, á kr. 1.490, er dæmi um frá-
bært Alsace vín. Jean Trimbach er með elstu vínframleiðendum
í héraðinu, hóf víngerð árið 1626. Trimbach Jjölskyldan fram-
leiðir traust og gott vin. Trimbach Riesling Reserva er frábært
vín tíl að drekka eitt sér; það er fölgult á lit eins og kjarrið á Þing-
völlum í október. Þetta vín er fremur sýruríkt, með smjör-
kenndu ávaxtabragði sem minnir á banana, epli og vínber. Þetta
vín hentar vel sem fordrykkur og með krydduðum mat. Annað
frábært vín frá Alsace er Pfaffenheim Hatschbourg Tokay-pinot
Gris, á 2.300. Já, þetta er nokkurt verð en ég get fullvissað ykkur
um að það er hverrar krónu virði. Þetta er gott dæmi um vín
sem eiginlega er of gott til að hafa með mat, það nýtur sín best
eitt sér. Þetta yndislega vín er með mikiili fyllingu og mjúku
kryddbragði og af því er blómaangan.
Með lambinu Nú er komið í verslanir nýtt og ferskt lambakjöt.
Ljómandi vín á góðu verði, sem passar vel með lambakjöti, er
ítalska vínið Ruffino Fonte et sole frá Toscana, á kr. 1.090. Milt
vin með þægilegu ávaxtaþragði, - góður ítali. Clos du Bois Pinot
Noir er bandarískt vín frá Sonoma, á kr. 1.590. Þetta er flókið vín
með frábærri bragðfyllingu, meðal annars vottar fyrir bragði af
kirsuberjum og jafnvel kryddi eins og negul og kanel, -
smellpassar með lambakjötinu, ekki síst innmat eins og létt-
steiktri lambalifur.
Nýtt vín á reynslulista ÁTVR er Catena Malbec frá einum
helsta frumkvöðli argentínskrar vínframleiðslu, Nicolai Catena.
Argentína er án efa í dag eitt mest spennandi land hins nýja vín-
heims. Bodega Catena er eitt af merkari vínhúsum Argentínu,
þaðan kemur einkar áhugavert vín sem fengur er að fá hingað
til lands.
Malbec þrúgan dafnar einstaklega vel í Argentínu. í mínum
huga eru Malbec vínin í svipuðum flokki og Beaujolais vínin eða
Zinfandel vínin frá Kaliforniu. Þessi vín passa ákaflega vel með
lambakjöti. Catena Malbec, á kr. 1.590, er með góðri fyllingu,
djúprautt á lit, á það slær fjólubláum blæ. Bragðið er mikið,
sterkt blábeijabragð og jafnvel bragð af kryddjurtum. Þetta vín
er aldeilis frábært með steiktu lambalæri sem kryddað hefur
verið með miklum hvítlauk, timian og svörtum pipar. Frá Catena
er einnig til í verslunum ÁTVR aðeins ódýrara Malbec vín,
Almos Malbec, á kr. 1.290. Þetta er aðeins grófara vín en þó með
miklum þokka og dæmigerður argentínskur Malbec.
Villibráð Mjög mikilvægt er að hafa gott vín með villibráð.
Þegar velja á vín með villibráð verður að taka tillit til ýmissa
þátta eins og hvernig sósa er með villibráðinni. Gott vín með
hreindýri og gæs er Scanavino Barolo, kr. 2.390. Þetta er eink-
ar ljúft Barolo, ekki of stamt, bragðmikið, með bragði af þurrk-
uðum ávöxtum, berjum og austrænu kryddi. Þetta er gott villi-
bráðarvín ef með villibráðinni er ijómasósa, mögulega bragð-
bætt með gráðosti. Ef léttari sósa er höfð með villibráðinni er
hægt að mæla með víni frá fyrrnefndum víngerðarlistamanni,
Catena frá Argentínu, Catena Cabernet Sauvignon á kr. 1.590.
Af þessu víni er milt eikarbragð, þá gætir bragðs af sólbeijum
og súkkulaði og einnig af te. Þetta er fínlegt vín sem á einstak-
lega vel við íslenska villibráð.
Peter Lehmann Stonewell Shiraz, á kr. 3.400, er öflugt villi-
bráðarvín með flóknu bragðmynstri. Þar má íinna mikið blá-
beija- og krækibeijabragð, jafnvel sultubragð en einnig vottar
fyrir bragði af karamellu, pipar og timian.
Með sjófuglum eins og svartfugli er gott að hafa hvítvín.
Sósur með vínediki, helst Balsam ediki, passa vel með svart-
fugli. Svartfugl með góðri Balsamsósu er bragðmikill og ljúf-
fengur réttur sem frábært er að hafa gott hvítvín með. Berin-
ger Napa Valley Chardonnay, á kr. 1.590, er rétta vínið. Af
þessum Chardonnay er milt eikarbragð, vínið er ávaxtaríkt en
þó fínlegt, í eftirbragðinu má greina sítrónu og hunang. Gott
vín gerir góða villibráð betri, ýtir undir eða undirstrikar hið
sérstaka bragð villibráðarinnar, sem einkennist af kryddjurt-
um og beijum.BH
Sigmar B. Hauksson mælir með eftirtöldum vínum:
Hvítvín:
Trimbach Riesling Reserver kr. 1.490.-
Pfaffenheim Hatschbourg Tokav-Pinot Gris kr. 2.300.-
Beringer Napa Valley Chardonnay kr. 1.590.-
Rauðvín
Ruffino Fonte al Sole kr. 1.090,-
Clos Du Bois Pinot Noir kr. 1.590.-
Catena Malbec kr. 1.590.-
Almos Malbec kr. 1.290.-
Scanavino Barolo kr. 2.390.-
Catena Cabernet Sauvignon kr. 1.590,-
Peter Lehmann Stonewell Shiraz kr. 3.490.-
169