Frjáls verslun - 01.08.2003, Blaðsíða 140
Árið 1999 voru mál af þessu
tagi 20 þúsund, en árið 2002
komu upp 75 þúsund svona
mál! Giskað er á að á ári
tapist 1,3 milljarðar punda
(um 166 milljarðar króna)
vegna persónuupplýsinga-
svika.
Ef einhver hefði náð í tilboð
bankans með nafninu mínu prent-
uðu á, hefði viðkomandi getað
farið í bankann, þótst vera ég,
fengið sér kort, farið á takmarka-
laust eyðslufyllerí, reikningarnir
svo lent á mér - og það sem
verst er; ég komist á skrá hjá
fyrirtækjum, sem selja upplýs-
ingar um þráskuldara.
sem Mr. Sigrun, að ég ætti tök á
að fá hjá þeim kreditkort á
góðum kjörum, ómældan yfir-
drátt og fleira fagurt, auðvitað
„að öllum skilyrðum uppfylltum". Tilboðið barst mér með
bréfi, sem var persónulega stílað á mig og með því var
umsóknareyðublað, þar sem þegar var búið að prenta nafnið
mitt á. Eg hef aldrei á æfi minni verið í tygjum við þennan
banka og skil ekki hvaðan tröllatrú hans á fjárllæði mínu
kemur og að hann skuli vera búinn að senda mér tilboðið
tvisvar sinnum á nokkrum mánuðum. Þar sem bankinn minn
hefur reynst mér ágætlega, er með útibú á næsta horni og lét
svo lítið að taka mig í viðskipti þegar ég flutti hingað og átti í
mestu vandræðum með að sannfæra bankastofnanir um að ég
væri heiðvirður þjóðfélagsþegn, sem ekki stundaði peninga-
þvætti, hef ég hugsað mér að vera honum trú og trygg.
Þjófur að róta í ruslatunnu.
Stuldur persónuupplýsinga, par sem engum skil-
ríkjum er stolib, færist óbfluga í vöxt í Bretlandi
og eitt rábib er ab nota pappírstætara - eba
henda öllum upplýsingum rifnum í tætlur inni í
smjörbréfinu eins og Sigrún Davíbsdóttir gerir.
Texti: Sigrún Daviðsdóttir Myndir: Geir Ólafsson
Nýlega var ég að taka saman bankayfirlit og fleiri pappíra,
þvi hér í Englandi skilar maður skatttramtali fyrir lok
september - skattaárið miðast við aprílbyrjun, visast af
einhveijum sögulegum ástæðum, sem enginn man lengur.
Innan um pappirana var gylliboð frá einum bankanna hér
um að ég væri slíkur sómamaður, já var meira að segja titluð
Þeir leita í ruslafötum Hér áður fyrr hefði ég bara hent
umslögunum með bréfinu og eyðublaðinu í pappírskörfúna
umhugsunarlaust - en í þetta skiptíð reif ég bréfið rækilega í
tætlur og tróð eyðublaðssneplunum niður í eldhúsruslapokann,
þar sem klístrugt smjörbréfið tók hamingjusamlega á móti
STULDUR A PERSO
140