Frjáls verslun - 01.08.2003, Blaðsíða 90
300
STÆRSTU
Hvað hefur einkennt rekstur fyrirtækis þíns á þessu ári og
mim það ná settum markmiðum? „Samruni þriggja félaga
undir eitt merki, aukið hagræði í rekstri og fjölgun viðskipta-
vina á sama tíma. I 6 mánaða uppgjöri félagsins bendir allt til
þess að við erum á réttri leið og við keppum að þvi að svo verði
í árslok.“ BH
78
l/elta: 2,9 milljarðar.
Hagn. f. skatta: 49 milljónir.
Eigið fé: 9G8 milljónir.
f
„I þeirri atvinnugrein, þar sem fyrirtæki mitt starfar,
eru nú um stundir engar forsendur fyrir aukinni
þenslu."
- Hallgrímur Geirsson, forstjóri Arvakurs
HALLGRÍMUR GEIRSSON,
FORSTJÓRIÁRVAKURS
Mest á óvart í viðskiptalífinu á árinu? „Það sem ef til vill
ætti ekki að koma á óvart, sem er svo sókndjörf aðkoma
Björgólfs Guðmundssonar að íslensku viðskiptalífi sem
raun ber vitni.“
Forgangsverkefhi forstjóra í vetur? „Nýta þau tækifæri
sem batnandi efnahagsumhverfi hefur upp á að bjóða.“
Skaða hrefhuveiðarnar íslenskt viðskiptalíf? „Eg tel ekki
að svo verði þegar til lengri tíma er litið, en óneitanlega ljóst
að miklir hagsmunir geta verið í húfi.“
Finnur fyrirtæki þitt fyrir aukinni þenslu á vinnumarkaði?
„Nei. I þeirri atvinnugrein, þar sem fyrirtæki mitt starfar, og
á vinnumarkaðnum, sem starfsemin byggir á, eru nú um
stundir engar forsendur fyrir aukinni þenslu.“
Hvað hefur einkennt rekstur fyrirtækis þíns á þessu ári og
mun það ná settum markmiðum? „Fyrst og fremst hörð
samkeppni samhliða áframhaldandi aðhaldi og hagræðingu,
auk nýrra áfanga í útgáfu Morgunblaðsins og rekstri, þar sem
flest markmið hafa náðst, en ekki öll.“ HH
29
Velta: 8,9 milljarðar.
Hagn. f. skatta: 972 milljónir.
Eigið fé: 8,8 milljarðar.
„Bætt staða ríldssjóðs skapar skifyrði til skatta-
lækkana og fækkunar skattstofna.“
- Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Norðuráli
RAGNAR GUÐMUNDSSON,
FRAMKVÆMDASTJÓRI HJÁ NORÐURÁLI
Mest á óvart í viðsldptalífinu á árinu? „Ný raforkulög opna
íslenska orkumarkaðinn og það er áhugavert að sjá framsækin
fýrirtæki hafa snerpu til að nýta sóknarfærin. Á alþjóðlegum
markaði hækkaði verð á súráli verulega og þar vógu mest aukin
umsvif Kínverja á sviði álframleiðslu."
I'orgmigsvcrkefni forstjóra i vetur? ,ýVð undirbúa nýtt hag-
vaxtarskeið með því að auka framleiðni í einkarekstri og opin-
berum rekstri. Við gerð kjarasamninga þarf að forðast verð-
bólguhvetjandi niðurstöðu. Bætt staða ríkissjóðs skapar skilyrði
til skattalækkana og fækkunar skattstotha.“
Skaða hrefnuveiðarnar íslenskt viðskiptalrf? „íslendingum
er nauðsyn að nýta auðlindir lands og sjávar skynsamlega en
lita þarf í hverju tilviki til heildarhagsmuna þjóðarinnar og auð-
sýna árvekni. Fyrstu viðbrögð ytra benda ekki til umtalsverðra
áhrifa á ferðamannastraum eða vöruiitllutning."
Finnur fyrirtaeki þitt fyrir aukinni þenslu á vinnumarkaði?
„Norðurál hefur alla tíð verið eftirsóttur vinnustaður. Undan-
farin tvö ár hefur umsóknum Jjölgað samfara auknu atvinnu-
leysi og hefur ekki enn dregið úr áhuga umsækjenda, ef til vill
vegna væntinga um stækkun íyrirtækisins á næstu árum.“
Hvað hefur einkennt rekstur fyrirtækis þíns á þessu ári og
mun það ná settum markmiðum? „Vextir hafa lækkað veru-
lega og einnig hefur náðst góður árangur í nýtingu orku og
hráefna. Á móti kemur að afurðaverð hefur verið undir meðal-
tali síðustu ára og gengi dollarans hefur veikst. Árið 2003
verður líklega besta rekstrarár félagsins frá upphafi." SH
90