Frjáls verslun - 01.08.2003, Blaðsíða 174
„Það er miklu auðveldara fyrir mann að sökkva sér niður í verkefni sem maður hefur gríðarlegan áhuga á og stofnun eigin
fyrirtækis er stórverkefni sem krefst mikils af manni," segir Anna Lilja Pálsdóttir, eigandi og stofnandi einu sérverslunar
landsins með golfvörur fyrir konur. Mynd: Geir Ólafsson
Anna Lilja Pálsdóttir í Parfimm
Efdr Vigdisi Stefánsdóttur
Sérverslanir með golf-
vörur eru nokkrar hér
á landi en aðeins ein
þeirra hefur sérstaklega á
boðstólum golfvörur fyrir
konur. Þetta er verslunin
Parfimm, sem opnuð var í
sumar. Eigandi hennar er
Anna Lilja Pálsdóttir, áhuga-
manneskja um golf og við-
skipti.
„Þegar ég fór af stað með
þessar pælingar mínar mat
ég það svo að það væri gat á
markaðnum og að ekki væri
verið að sinna nógu vel mark-
hópnum konur í golfi,“ segir
Anna Lilja. „Hér eru nokkrar
sterkar verslanir með golf-
vörur en þarna sá ég tæki-
færi, að með því að bjóða upp
á mikið vöruúrval fyrir tiltek-
inn markhóp ætti ég ágætis
möguleika á árangri."
Það er alltaf gott að geta
sameinað áhugamál og vinnu
en kannski má spyija hvað sé
öðruvísi við kvennagolf en
karla. Af hveiju þurfi sérstaka
verslun með vörur fyrir
konur. „Því er til að svara að
konur hafa öðruvísi líkams-
byggingu en karlar og þurfa
þar af leiðandi kylfur sem
hannaðar eru sérstaklega
fyrir þær en ekki einfaldlega
sfyttar karlakylfur," segir
Anna Iilja. „Fáar konur hafa
sama afl og karlar þó að þær
hafi tæknina á sínu valdi og
því eru kylfurnar öðruvísi
hannaðar og hvað fatnað og
skó varðar er aðaláherslan á
mikið vöruúrval. Konur vilja
auðvitað fá fatnað við hæfi
sem er hannaður með það
fyrir augum að hefta ekki
hreyfingar og jafhiramt eru
ákveðnir tiskustraumar í
þessu eins og öðru. Til þess
að geta boðið gott úrval er að
mínu mati betra að einbeita
sér að tilteknum markhópi í
stað þess að reyna að vera
með allt fyrir alla. Viðbrögðin
hafa sýnt mér að um mikla
þörf er að ræða því að mjög
margar konur stunda golf hér
á landi og þeim fer ört ijölg-
andi. I framhaldi af vörum
fyrir konur hef ég verið að
skoða golfvörur fyrir börn og
unglinga og hef þegar hafið
kynningu og sölu á þeim.“
Anna Lilja er ekki ókunn-
ug sölumennsku því hún
vann í 6 ár hjá Teymi við
sölu- og markaðsmál. Hún
taldi sig vanta meiri mennt-
un og fór í nám, fyrst í stað í
eins árs nám í markaðs- og
útflutningsfræðum og í fram-
haldi af því hóf hún nám í við-
skiptafræði með vinnu við
Háskólann í Reykjavík en því
námi lýkur á næsta ári.
„Eg var búin að vinna lengi
hjá Teymi og þar á undan í 7
ár hjá Ibúðalánasjóði og lang-
aði til að prófa eitthvað nýtt,"
segir hún. „Mér var ofarlega í
huga að gera eitthvað sem ég
hefði ánægju af sjálf, eitthvað
sem krefðist mikils af mér og
væri mitt eigið. Eg reyndi að
fara rétt að þessu í samræmi
við það sem ég hafði lært og
byijaði á því að gera viðskipta-
áætlun sem ég lagði fyrir
nokkra sem ég taldi hafa gott
vit á þessum málum og fékk
hjá þeim góð ráð og viðbrögð.
Það er miklu auðveldara fyrir
mann að sökkva sér niður í
verkefni sem maður hefur
griðarlegan áhuga á og stofn-
un eigin fyrirtækis er stór-
verkefni sem krefst mikils af
manni. Þar sem golf hefur
lengi verið mitt aðaláhugamál
fannst mér frábært að geta
sameinað þetta tvennt, lifi-
brauð og áhugamál og ég sé
að það getur gengið vel upp.
Eg er hins vegar nýgræðing-
ur í að spila þvi að það eru
ekki nema rétt tvö ár frá því
ég byijaði. Eg vildi láta börnin
mín verða nógu stór til að
geta spilað án samviskubits
en drengurinn minn, sem nú
er 10 ára gamall, er reyndar á
kafi í golfinu með mér.
Nafnið Parfimm minnir
mjög hressilega á golf en er
einhver sérstök hugsun á bak
við það önnur en brautarnafn?
,Jú, það má segja að það
sé hugsun á bak við nafnið
þó að hún sé ef til vill ekki
sérstaklega djúp,“ segir
Anna Lilja. „Par 5 brautirnar
eru oftast ansi langar og það
þarf stundum mörg högg til
að komast þær á enda. Þar
sem konur eru yfirleitt högg-
styttri en karlar, reynast
þessar löngu brautir fremur
erfiðar fyrir þær. Þannig er
nafnið tenging við golfið og
um leið kannski svolítið vís-
un í að konur geta allt þó svo
sumt sé þeim seinunnara en
körlum." 33
174