Frjáls verslun - 01.08.2003, Blaðsíða 167
FYRIRTÆKIN Á NETINU
Er verslun á Netinu vonlaus?
Verslun á Netinu hefur átt erfitt uppdráttar, að
minnsta kosti á vissum svidum, skýrt dæmi um pað var
þegar Hagkaupsversluninni hagkaup.is varlokað í
sumar. Er verslun á Netinu alveg vonlaus? Það er
spurning sem margir hljóta að velta fyrir sér. Við
fengum fjóra stjórnendur til svara.
Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur
Jón Scheving Thorsteinsson,
framkvæmdastjóri Baugs ID:
Góð dreifileið
Nei, alls ekki. Eg held að möguleikar
netverslana fari mikið eftir því
hvers konar verslun þetta er og hvort
hún hafi einhverja sérstöðu. Það getur
verið erfitt að versla á Netinu með
vörur sem fást hvar sem er en Netið
getur verið góð dreifileið ef boðið er
upp á vörur sem enginn annar er með. Það gengur vel að
versla með vöru sem verður auðveldari eða þægilegri á
rafrænu formi, t.d. þankaþjónustu, og líka með vöru sem
auðvelt er að senda á milli, t.d. farseðla og vörur sem fást
ekki annars staðar. Netverslun með matvörur er dýr í fram-
kvæmd og á íslandi er ekki erfitt að komast í búð fyrir þorra
landsmanna.“ SO
Hermann Páll Jónsson,
framkvæmdastjóri Netverslana.net:
Kyndir undir sölu
Nei, hún virkar oft bara öðruvísi en
margir halda. í augnablikinu er
mesti styrkur netverslana að veita upp-
lýsingar og kynda undir áhuga á vörum
eða þjónustu. Jafnvel þó að netverslun
skili ekki miklu í beinni sölu í gegnum
Netið, þá fær hún viðskiptavininn til að skoða vöruúrvalið og
sækja verslunina sjálfa heim. Netverslunin getur þannig virk-
að sem vörulisti eða auglýsingabæklingur. Yiðskiptavinurinn
getur gert alla sína undirbúningsvinnu á Netinu og tekið
ákvörðun út frá því. Svo getur netverslun líka stækkað mark-
aðssvæði verslana í allt landið. Að mínu mati má netverslun
ekki kosta of mikið. Hún verður að vera hagstæð, hvort sem
það er í krónutölu, þægindum eða tímasparnaði." 33
Þórður Víkingur Fríðgeirsson,
verkfræðingur og stjórnunarráðgjafi:
Verslun milli fyrirtælcja
Nei, alls ekki. Netverslunin eykst dag
frá degi, ár frá ári. Ástæðan er ein-
föld og má sjá á verslun eins og
Amazon.com sem hefur gengið prýði-
lega í seinni tíð. En langsamlega
stærsta verslunin á Netinu er ekki smá-
söluverslun heldur verslun milli fyrirtækja, B2B. Nærtækt
dæmi um það er rafrænt markaðstorg ríkisins sem er einn
fyrsti vísirinn hér á landi að slíkri netverslun og upphaf
merkilegrar þróunar. Svar mitt er því neitandi. I mörgum til-
fellum er Netið framtíðarvettvangur verslunar en leysir
hinsvegar engan veginn alfarið af hólmi hefðbundna
verslun." B3
Sigurjón Bjarnason,
framkvæmdastjóri Sláturfélags Austurlands:
Aðgengilegt til innkaupa
Sala á Netinu er ekki vonlaus ei:
1. Heimasíða viðkomandi þarf að
bjóða upp á slíka möguleika. Eg hef
reynt að gera pöntun hjá vissum aðilum
með skilaboðum í gegnum heimasíðu,
en engin viðbrögð fengið.
2. Viðfangið, þjónustan eða varan hentar. Þannig er marg-
háttuð ferðamannaþjónusta upplögð til þess að höndla
með í rafrænni verslun.
3. Kynningarstarfsemi er öflug meðfram og til stuðnings
netverslun.
4. Vefurinn er aðgengilegur til innkaupa. Mikilvægast er
þó að treysta ekki á netsölu sem allsherjarlausn og
önnur sölumennska verður jafnframt að vera í gangi.S3
VIÐSKIPTI • TÖLVUR ■ FERÐALÖG • VÍN - WWW.HEIMUR.IS
167