Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2003, Blaðsíða 141

Frjáls verslun - 01.08.2003, Blaðsíða 141
LUNDUNAPISTILL SlGRÚNflR DflVÍÐSDÓTTUR sneplunum. Og hvernig stendur nú á þessaðri ígrunduðu tortímingu bankatilboðsins? Jú, af því að hér er alltaf verið að vara fólk við að láta ekki upplýsingar liggja á glámbekk, því þær gætu nýtst óprúttnu fólki til að viila á sér heimildir og stofna til skulda í annarra manna nafni. Ein leiðin til að finna upplýsingar er ruslaleit. Ef einhver hefði nú náð í tilboðið með nafiiinu mínu prentuðu á hefði viðkom- andi getað farið í bankann, þóttst vera ég, fengið sér kort, farið á takmarkalaust eyðslu- fyllerí, reikningarnir svo lent á mér - og það sem verst er, ég komist á skrá hjá fyrirtækjum, sem selja upplýsingar um þráskuldara. Þegar bankinn hefði rukkað mig og ég komið af fjöllum og ekki kannast við að hafa fengið hjá honum kort væri hugsanlegt að svar hans væri bara: „Bad luck vinan - nú verður þú að hreinsa þig af þessu hjá viðkom- andi skuldaeftirlitsfyrirtæki.“ Þar væri ég þá komin á skrá sem endemis trassi, sem enginn ætti að skipta við, hvorki bankar né húsnæðis- lánastofiianir. Eg gæti átt á að hættu að fá ekki einu sinni að leigja bíl hér - bílaleigur kaupa upplýsingar frá skuldaeftirlitsfyrirtækjum - og ef ég sækti um starf gæti ég átt á hættu að atvinnurekandinn tékkaði líka skuldasögu mína og fengi upplýsingar um að mitt nafn væri á listanum yfir þá ótrúverðugu og skuld- seigu. Já, hver vill slíkt fólk í vinnu! Miðla upplýsingum um skuldaþrjútana Hér í landi eru tvö kreditefdrlitsfyrirtæki, sem eiga markaðinn nokkurn veginn, Experian (www.experian.co.uk) og Equifax (www.equifax.co.uk). Experian er sagt stærsta krediteftirlitsfyrirtæki í heimi og 300 fjármálastofnanir og önnur fyrirtæki, meira að segja lögreglan, kaupa upplýsingar frá fyrir- tækinu og miðla því upplýsingum um skuldaþijótana. Hagn- aður fyrirtækisins í fyrra var 256 milljónir punda, svo viðskiptin eru vel arðbær. Það er auðvitað gott og gilt að hafa svona fyrir- tæki, en það er bara öllu hrikalegra að Experian hefur ekki sér- lega miklar áhyggjur af að dreifa röngum upplýsingum. Reynslusaga Katharine tfiner Nýlega skrifaði ensk blaðakona, Katharine Viner, grein í Guardian um reynslusögu sína. Þegar hún ætlaði að skipta um banka til að fá betri kjör vildi nýi bank- inn ekki taka við henni af því hún væri á lista hjá Experian, en fyrir hvað gat hún ekki fengið að vita nema að snúa sér til Experian og borga þeim tvö pund fyrir eigin kreditupplýsingar. Þá sá hún að sex fyrirtæki höfðu kært hana fyrir að borga ekki reikninga. Þó að nafnið hennar og ýmsar aðrar upplýsingar væru rangar og allt væri þetta tengt heimilis- fangi sem hún var löngu flutt frá, áleit Experian að það væri hennar mál að hafa samband við fyrirtækin sex og skýra sitt mál. Það hjálpaði ögn að hún kærði málið til lög- reglunnar. Ekki af því að það væri gert eitt- hvað í málunum, heldur af því að þannig hafði hún það svart á hvítu að upplýsingarnar væru rangar. Átta mánuðum eftir að hún fékk eigin upplýsingar í hendur átti hún enn eftír að fá eitt fyrirtæki til að strika sig út hjá Experian. Á meðan leit útvaldi bankinn ekki við henni og umstangið hafði kostað ómældan tíma og geðshræringu. Um 166 milljarða svik á hverju ári Lögfiæð- ingur, sem skrifaði um málið, benti á að ef eitthvert blað hefði skrifað að ósekju að þessari blaðakonu væri alls ekki að treysta og allt sem hún skrifaði væri rangt þyrftí við- komandi blað auðvitað að leiðrétta slík skrif, biðjast afsökunar og leiðrétta þetta sérstak- lega við þau blöð, sem blaðakonan skrifaði fyrir. Experian þarf ekki að gera neitt slíkt. Það getur bara dreift röngum upplýsingum og látið þá, sem verða fyrir barðinu á þeim, stússast í að fá leiðréttingu mála sinna. Og þetta snýst ekki um einhver nokkur mál: 1999 voru mál af þessu tagi 20 þúsund, en árið 2002 komu upp 75 þúsund svona mál! Giskað er á að á ári tapist 1,3 milljarðar punda (um 166 millj- arðar króna) vegna persónuupplýsingasvika. Var skyndilega kominn á vanskilalista Önnur saga úr fjölmiðl- unum var um Englending, sem flutti tíl Ástraliu, en hélt banka- reikningi heima fyrir. Næst þegar hann kom heim komst hann að því að hann var kominn á vanskilalista hjá bankanum. Bank- inn hafði komist að því upp á eigin spýtur að einhver reyndi að opna reikning í nafni mannsins í netbanka í eigu þessa sama banka. Svikaranum hafði tekist að hala peninga út af reikningn- um, en bankinn náði í hann og hann lofaði að endurgreiða pen- ingana. Það breytti því ekki að sá, sem lenti í því að hans nafn var notað, fékk sitt nafn á vanskilalistann! Viðkomandi varð auð- vitað æfur þegar hann skildi hvernig í pottínn var búið og ekki minnkaði reiðin þegar bankinn kvaðst ekki aðhafast neitt þar sem kauði hefði lofað að borga: Engin lögreglukæra eða neitt Sala á pappírstæturum til heimanota hefur aukist um heil 1.500 prósent undanfarin misseri í Bretlandi. Hér í Englandi er alltaf verið að vara fólk við að láta ekki upplýsingar liggja á glámbekk, því þær gætu gagnast óprúttnu fólki til að villa á sér heimildir og stofna til skulda í annarra manna nafni. Ein leið þjófanna er t.d. að finna upplýsingar í ruslafötum. NUUPPLYSINGUM! 141
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.