Frjáls verslun - 01.08.2003, Blaðsíða 158
Spáð í spilin
Spumingin til Hauks Inga Jónassonar; sálgreinis ogkennara við Endurmenntun HI, er þessi:
Fjölmargir einstaklingar eiga erfitt með ad setja sér persónuleg markmið í starfi sem einka-
lífiinu. Hvernig er best að setja sér persónuleg markmió og hvaða múra parfað brjóta til
koma sér afstað og stíga fyrstu skrefin?
Hvernig er best að setja
sér persónuleg markmið?
Haukur Ingi Jónasson, sál-
greinir, segir: „Við álítum að
einn lykilþáttur þess að
setja sér persónuleg mark-
mið sé að færa verkefna-
dagbók um sjálfan sig
w
Inámi í verkefnastjórnun - leiðtogaþjálfun
hjá Endurmenntun Háskóla íslands
bendum við á samsvörun á milli persónu-
legrar stefnumótunar og stefnumótunar
verkefna, fyrirtækja og stofnana. Við sjáum
persónulega markmiðssetningu sem verk-
efni sem krefst yfirlegu ekki síður en
stefnumótun fyrirtækja.
Varðandi persónulega markmiðssetn-
ingu þá ráðleggjum við nemendum okkar að
setja vandlega niður fyrir sér eftirfarandi
þætti: Lífsýn og raunverulegt gildismat,
hlutverk og köllun, persónulega fram-
tíðarsýn og markmið. Við hvetjum þá til að
greina núverandi stöðu (veikleika/sfyrk-
leika) og áhrif persónulegrar stefnumótunar
á umhverfi (fjölskyldu, vini, samstarfsfólk,
fyrirtæki og samfélag). Að þessu gefnu er
hægt að gera nákvæma sóknaráætlun þar
sem framkvæmd stefnumótunar er skipu-
lögð og mælikvarðar á árangur fundnir.
Þegar nemendur eru búnir að setja fram
heildstæða og framsækna persónulega
stefnumótun með skýrum markmiðum þa
bendum við á úrval aðferða við að leysa þau
vandamál sem hugsanlega geta staðið í vegi
fyrir því að þessum markmiðum verði náð.
Þessi vandamál geta verð ýmiskonar, s.s.
óljós markmið, vanmetakennd, ótti við að
breytingu, afneitun á vandamáli sem
stendur viðkomandi fyrir þrifum, fórnar-
lambstilfinning, athygliskortur, kvíði,
hugarvíl, skipulagsleysi, ómeðvitaðar skil-
yrðingar, lítil hugmyndaauðgi o.s.frv.
Aðferðum til að takast á við þessi vanda-
mál má skipta í tvo flokka: (1) Aðferðir sem
gagnast við að vinna með meðvitaða þætti.
Til þess flokks heyra aðferðir sem lúta að
tímastjórnun, verkskipulagi, skerpingu
einbeitingar, virkri hvíld, faglegum
mörkum, heilsueflingu og þekkingaröflun.
Við kynnum margvíslegar sálfræði- og
Sprett úr spori
Borgartún 35 • Pósthólf 1000 • 121 Reykjavík
Sími 511 4000 • Fax 511 4040
utflutningsrad@utflutningsrad.is • www.utflutningsrad.is
Þú kemst fyrr af stað
ef þú leitar eftir upplýsingum,
fræðslu og ráðgjöf hjá okkur.
III
ÚTFLUTNINGSRÁÐ ISLANDS
158