Frjáls verslun - 01.08.2003, Blaðsíða 112
Svanhvít Aðalsteinsdóttir, María Mjöll Jónsdóttir, Martin Eyjólfsson, Auðbjörg Halldórsdóttir.
Samstarf milli viðskiptaþjónustu utan-
ríkisráðuneytisins og Útflutningsráðs.
FYRIRTÆKJUM
í ÚTFLUTNINGI
GERT
AUÐVELDARA
UMAÐSTOÐ
Nýlega var undirritaður samstarfssamingur milli Útflutnings-
ráðs og viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins. Með þess-
um samningi er fyrirtækjum í útflutningi gert auðveldara fyrir
um alla aðstoð.
Rammasamningur um aukið samstarf VUR og
Útflutningsráðs
Á ársfundi Útflutningsráðs íslands var undirritaður rammasamningur
um samstarf viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins og Útflutnings-
ráðs. Samningurinn byggir á nýsettum lögum um útflutningsaðstoð
og gerir ráð fyrir auknu samstarfi og bættri verkaskiptingu.
Með lögunum var skipuð samráðsnefnd um útflutningsaðstoð og
utanríkisviðskipti, sem í eiga sæti fulltrúar hagsmunasamtaka at-
vinnulífsins og fulltrúar þeirra opinberu aðila sem koma að kynningu á
íslenskum útflutningi og gjaldeyrissköpun á erlendum vettvangi. Gert
er ráð fyrir að opinberir aðilar og hagsmunasamtök deili hugmyndum
um verkefni og áherslur innan samráðsnefndarinnar, svo færi gefist á
því að stilla saman strengi og nýta betur en áður það fjármagn sem
fer til kynningar og markaðssetningar á fslandi og íslenskum afurðum
á erlendri grundu.
Bjartir tímar framundan
Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs, segir þennan
samning gera að verkum að mun auðveldara verði fyrir fyrirtæki að
koma sér á framfæri.
„Samningurinn kveður á um aukið og nánara samstarf milli þess-
ara tveggja aðila, samstarf sem leiðir til þess að íslenskir útflutnings-
aðilar muni geta notfært sér í enn ríkari mæli þekkingu og sérfræði-
aðstoð þeirra.
Hjá bæði Útflutningsráði og utanríkisráðuneytinu vinnur fólk með
gríðarlega mikla þekkingu á aðstæðum og verkefnum og það að geta
kynnt þetta sem eina heild út á við hefur mikla þýðingu og eykur vægi
þjónustunnar til muna. Þegar samkomulagið var gert var ákveðið að
starfsmaður VUR kæmi til starfa hjá Útflutningsráði og hefur Svan-
hvít Aðalsteinsdóttir verkefnisstjóri því flust yfir til okkar, Þeir sem
þurfa á þjónustunni að halda þurfa því einungis að leita á einn stað.
Ákveðið var að leggja fé í sameiginlegan sjóð og nýta þá fjármuni til
að efla þjónustu við íslenska útrás með markvissari hætti.
Frá ferð viðskiptasendinefndar til Riga í Lettlandi. F.v.: Jón Ásbergs-
son, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs, Jnn Baldvin Hannibalsson,
sendiherra íslands í Finnlandi, og Ifilhjálmur Guðmundsson frá Útflutn-
ingsráði.
Meginhlutverk Útflutningsráðs hefur um árabil verið að auðvelda
íslenskum fyrirtækjum að selja vörur sínar, þjónustu og þekkingu er-
lendis. Við teljum að með sameiningu krafta sinna geti utanríkisþjón-
ustan og Útflutningsráð boðið atvinnulífinu aukna þjónustu á erlendum
mörkuðum.Við búumst við því að talsverð aukning verði á eftirspurn
eftir þjónustu okkar og lítum björtum augum til framtíðarinnar hvað
það snertir.“S!l
112
KYNNING